Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla 2020Lykiltölur

Eftirlit með vélum og tækjum er stór þáttur í starfsemi Vinnueftirlitsins. Sömuleiðis fyrirtækjaeftirlit þar sem haft er eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum og gefin fyrirmæli um úrbætur gerist þess þörf.

Slysaskrá stofnunarinnar er ekki síður mikilvægur hornsteinn í starfseminni en þar er haldið utan um öll vinnuslys sem tilkynnt eru til stofnunarinnar lögum samkvæmt. Markmiðið með því að halda miðlæga skrá er ekki hvað síst að sjá hvar úrbóta er þörf til að fyrirbyggja frekari slys og heilsutjón. 

Áhrifa COVID-19 gætti verulega í vinnuvéla- og fyrirtækjaeftirliti á árinu þar sem ekki var unnt að fara í eftirlitsskoðanir vegna takmarkana í samfélaginu sem settar voru af sóttvarnaryfirvöldum.

Vinnuvélaeftirlit

16.333 vinnuvélar og tæki voru skoðuð á árinu eða 62% af skráðum vinnuvélum og tækjum.

79 %Hlutfall lyfta skoðaðar

28.367 Tæki og véla í lok árs

924 Nýskráningar tækja og fært af forskrá frá fyrra ári

1.038 Fjöldi tækja ekki til skoðunar á árinu

Fyrirtækjaeftirlit

Tegund skoðunar 2018-2020

Fyrirmæli á árinu voru 2.191 en algengast er að gefa fyrirmæli um öryggismál, vinnuverndarstarf, vélar og tæki.

Tegund fyrirmæla 2018-2020

Tilefni skoðana voru að stærstum hluta vegna ákvörðunar Vinnueftirlitsins eða í 394 tilfellum. Í 260 tilfellum voru þær að beiðni eigenda, í 78 tilfellum vegna slyss eða óhapps og í 29 tilfellum vegna kvörtunar.

Tilefni skoðana 2018-2020

Vinnuslys

Fjöldi tilkynntra vinnuslysa hefur haldist nokkuð stöðugur síðastliðin ár eða milli 2.100 – 2.200 tilkynningar árlega. Svo virðist sem að nokkur fækkun hafi orðið í tilkynntum vinnuslysum á árinu 2020 en 1.743 slys hafa þegar verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Reynsla síðustu ára er að um 92% slysa hafi þegar verið tilkynnt um mitt næsta ár á eftir að þau áttu sér stað þannig að gróflega má áætla að fækkunin muni nema um 15 – 20% samanborið við fyrri ár.

3 Banaslys við vinnu

1750 Fjöldi tilkynntra vinnuslysa. Þar af kk: 1100 kvk: 650

244 Slys í opinberri þjónustu

237 Slys í opinberri stjórnsýslu

130 Slys í mannvirkjagerð

103 Slys í flutningastarfsemi

Erfitt er að fullyrða hvað valdi þessari fækkun á tilkynningum vinnuslysa en þar geta óvenjulegar aðstæður á innlendum vinnumarkaði í kjölfar COVID-19 vissulega skýrt hluta hennar enda þótt líka verði að gera ráð fyrir að bætt vinnuvernd á vinnustöðum kunni einnig að hafa áhrif. Þá getur verið að dregist hafi að senda Vinnueftirlitinu tilkynningar um vinnuslys vegna óvenjulegra aðstæðna á vinnustöðum vegna COVID-19 og tilkynningar eigi því eftir að skila sér inn síðar en fyrri ár.

Þegar litið er til einstakra atvinnugreina hefur fækkunin á tilkynningum vinnuslysa milli áranna 2019 og 2020 verið mest í opinberri stjórnsýslu þar sem fjöldi tilkynntra vinnuslysa fór úr 360 í 237 tilkynningar. Einnig var nokkur fækkun í byggingariðnaði þar sem fjöldinn fór úr 208 í 130 og flutningastarfsemi þar sem fjöldi tilkynninga fór úr 210 í 103. Þá var einnig fækkun í smásöluverslun milli ára en svo virðist sem tilkynntum vinnuslysum hafi fjölgað þar á árunum 2018 (72) og 2019 (77) en svipaður fjöldi vinnuslysa var tilkynntur á árinu 2020 (47) og var árið 2016 (48).

Nokkur fækkun tilkynntra vinnuslysa var í matvælaiðnaði, annarri en vinnslu landbúnaðarafurða, þar sem fjöldi tilkynninga tæplega helmingaðist eða úr 62 tilkynningum í 33 tilkynningar. Á sama tíma fjölgaði hins vegar tilkynningum í matvælaiðnaði við vinnslu úr rúmlega 70 í 100 tilkynningar. Fiskiðnaður hefur staðið í stað milli ára en þar eru um 135 – 150 vinnuslys tilkynnt árlega til Vinnueftirlitsins. Sama á við um efnaiðnaðinn en þar eru tæplega 20 vinnuslys tilkynnt árlega.

Vinnueftirlitið leggur áherslu á að hvetja vinnustaði til að koma á skipulögðu vinnuverndarstarfi sem verður hluti af daglegum rekstri þeirra með það að markmiði að viðhalda og bæta öryggi og aðbúnað á vinnustöðum. Tilgangurinn er að koma auga á áhættur í vinnuumhverfinu og bregðast við þeim þannig að unnt sé að koma í veg fyrir vinnuslys, óhöpp og vanlíðan starfsfólks.

Mikilvægt er að atvinnurekendur hafi skýra sýn um hvernig vinnustað þeir vilja bjóða starfsfólki sínu og það þarf að setja fram skýr markmið og mælikvarða til að raungera þá sýn. Þátttaka starfsmanna er mikilvæg og allir þurfa að axla sameiginlega ábyrgð á að vinnustaðurinn sé öruggur og heilbrigður. Þannig ná vinnustaðir árangri við að vernda starfsfólk sitt og fækka vinnuslysum en ekki eingöngu að bregðast við eftir eftirlitsheimsóknir Vinnueftirlitsins.

Flestar tilkynningar um vinnuslys sem urðu á árinu 2020 bárust frá opinberri þjónustu o.fl. (244), opinberri stjórnsýslu (237), matvælaiðnaði (133), flutningastarfsemi (103) og mannvirkjagerð (103), sjá nánar töflu.

Það þarf þó ekki endilega að þýða að vinnuslys séu algengust í þeim greinum þar sem við mat á því þarf ávallt að líta til fjölda starfsmanna í hverri atvinnugrein fyrir sig á hverjum tíma. Með öðrum orðum getur mikill fjöldi tilkynninga í fjölmennri atvinnugrein þýtt svipað hlutfall starfsmanna sem lenda í vinnuslysum í atvinnugreinum þar sem tiltölulega fáir starfa enda þótt fjöldi tilkynninga séu þó nokkuð minni.

Vinnueftirlitið hefur skoðað þetta hlutfall nýlega í mannvirkjagerð, matvælaiðnaði og stóriðju og var þá miðað við fjölda starfandi miðað við tölur frá Hagstofu Íslands.

Tilkynnt vinnuslys á hverja 1000 starfsmenn, 2015 til 2019 í ál-, bygginga- og matvælaiðnaði

Regluleg námskeið Vinnueftirlitsins

Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið tengd vinnuvélum, vinnuvernd, efnum og efnahættum.

Árið 2020 sátu samtals 2267 nemendur námskeið hjá Vinnueftirlitinu.

Samtals sátu 327 nemendur vinnuverndarnámskeið, þar af 250 námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og 77 önnur vinnuverndarnámskeið.

Samtals sátu 1576 réttindanámskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. Þar af 574 frumnámskeið á íslensku, 121 frumnámskeið á ensku og 69 frumnámskeið á pólsku, 38 byggingakrananámskeið og 774 önnur vinnuvélanámskeið.

Samtals sátu 307 ADR námskeið til að öðlast réttindi til að flytja hættulegan farm á götum úti.

65 sátu námskeið um meðhöndlun á Asbesti

Mannauður

Starfsfólk Vinnueftirlitsins var 72 í lok árs 2020, 45 karlar og 27 konur með fjölbreytta menntun og víðtæka þekkingu og reynslu á starfssviði stofnunarinnar. Fjöldi stöðugilda (ársverk) voru hins vegar 67 á árinu. Starfsemin er dreifð á 8 starfsstöðvar um allt land. Árið 2020 var 67% starfsfólks starfandi í Reykjavík en 33% í öðrum landshlutum.