Hoppa yfir valmynd

Greiðslu- og viðskiptaskilmálar Vinnueftirlitsins

Greiðsluskilmálar þessir gilda fyrir allar þær vörur eða þjónustu sem Vinnueftirlitið býður upp á hverju sinni. Einstaklingar skulu staðgreiða allar vörur og þjónustu, annaðhvort með debetkorti eða kreditkorti. Fyrirtækjum býðst að fá reikning sendan sé þess óskað nema þegar um eigendaskipti tækja er að ræða, þá skal greiða samhliða tilkynningu til Vinnueftirlitsins.

Sérreglur vegna námsskeiðsgjalda

Námsskeiðsgjald á að greiða áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu. Hægt er að velja um eftirfarandi greiðsluleiðir:

  • Kreditkort/debetkort
  • Í reikning (eingöngu í boði fyrir fyrirtæki)

Móttaka umsóknar um námskeiðsþátttöku er staðfest með tölvupósti og umsækjandi fær áminningu í SMS um námskeiðið. Námskeið hjá Vinnueftirlitinu eru annaðhvort kennd á netkennslu formi, í gegnum fjarfundabúnað (Teams) eða í staðarnámi. Þeir sem taka námskeið í gegnum fjarfundabúnað fá hlekk inn á námskeiðið með tölvupósti. Hafi slík staðfesting ekki borist umsækjenda áður en námskeið á að hefjast er mikilvægt að haft sé samband við Vinnueftirlitið í síma 550 4600 eða með tölvupósti á netfangið vinnueftirlit@ver.is.

Vinnueftirlitið áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi. Skráðum þátttakendum eru tilkynnt um það með dagsfyrirvara í síðasta lagi, með tölvupósti eða SMS, og boðið upp á aðra dagsetningu verði sama námskeiðið haldið síðar.

Þegar einstaklingur hefur lokið bæði bóklegu og verklegu prófi í réttindanámi gefur stofnunin út bráðabirgðaskírteini sem gildir í einn mánuð. Greiða þarf fyrir útgáfu réttindaskírteinis áður en það er gefið út.

Tilkynning um forföll og takmörkun á endurgreiðslu námsskeiðsgjalda

Tilkynna þarf um forföll á námskeið fyrir hádegi deginum áður en námskeið á að hefjast nema veikindi hafi komið upp og þau staðfest með vottorði læknis. Eigi námskeið að hefjast á mánudegi þarf tilkynning um forföll að hafa borist til stofnunarinnar fyrir hádegi á föstudegi.

Að öðrum kosti áskilur Vinnueftirlitið sér rétt til að endurgreiða ekki þátttökugjald. Heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast.

Unnt er að tilkynna um forföll á netfangið vinnueftirlit@ver.is og í síma 550 4600.

Vinsamlegast athugaðu að eftir að nám er hafið hefur þátttakandi skuldbundið sig til að greiða allt námsskeiðsgjaldið og er því ekki hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt.

Styrkir frá stéttarfélagi

Ef þátttakandi hyggst sækja um endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu stéttarfélagi skal bent á að starfsmenntunarsjóðir taka gilda útprentun á rafrænum reikningi úr heimabanka ásamt greiðslufærslu viðkomandi reiknings. Stéttarfélögin gera þær kröfur að reikningurinn sé stílaður á þátttakanda námskeiðsins.

Öryggisskilmálar

Farið er með öll gögn og upplýsingar sem þátttakendur gefa upp í tengslum við skráningu á námskeið hjá Vinnueftirlitinu sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhentar til þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.