Hoppa yfir valmynd

Þjónustustefna

Vinnueftirlitið ætlar að veita framúrskarandi þjónustu til að tryggja að öll komi heil heim úr vinnu.

Þjónustan verður veitt með hagkvæmum hætti þannig að hún skili árangri bæði fyrir þátttakendur á vinnumarkaði og atvinnulífið í heild.

Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir í takt við nýjustu tækni hvers tíma og samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði, forvarnir og fagmennska og eru þau leiðarljós allrar þjónustu stofnunarinnar. Vinnueftirlitið leggur áherslu á að starfsfólk viti hver þjónustustefna stofnunarinnar er og hafi til að bera þekkingu og hæfni til að framfylgja henni.

Áhersluþættir þjónustustefnu Vinnueftirlitsins:

  • Framúrskarandi ráðgjöf
  • Persónuleg og fagleg samskipti
  • Frumkvæði í þjónustu
  • Hagnýting stafrænnar þjónustu til að auka skilvirkni og ná hámarksárangri
  • Markviss upplýsingagjöf um vinnuverndarstarf
  • Stöðugar umbætur sem byggja á greiningum á vinnuslysum og þjónustumælingum

Þjónustustefnan byggir á heildarstefnu Vinnueftirlitsins og er í samræmi við stefnu stjórnvalda um árangursríkan ríkisrekstur og lög um opinber fjármál.

Innleiðing og eftirfylgni stefnunnar er á ábyrgð framkvæmdastjórnar Vinnueftirlitsins og er endurskoðuð árlega.


Staðfest í framkvæmdastjórn 5. janúar 2021 og kynnt fyrir stjórn Vinnueftirlitsins 18. janúar 2021.