Hoppa yfir valmynd

Störf í boði hjá Vinnueftirlitinu

– vilt þú slást í hópinn?

Hjá Vinnueftirlitinu starfar fólk með fjölbreytta menntun og víðtæka þekkingu og reynslu.  Stofnunin kappkostar að bjóða starfsfólki upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi ásamt tækifærum til að auka færni sína og þróast í starfi.

Laus störf eru ávallt auglýst og má finna þau á Starfatorgi og á Alfred.is . Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með starfsauglýsingum þar.

Vinnueftirlitið

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980.