Heilsuefling á vinnustað
Vinnueftirlitið, VIRK starfsendurhæfingarsjóður og embætti landlæknis hafa í sameiningu unnið að viðmiðum sem ætlað er að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi.
Verkefnið Heilsueflandi vinnustaðir byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn –, og framhaldsskóla og er hýst hjá embætti landlæknis.
Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.
Mótuð voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði sem og leið til upplýsingamiðlunar til að auðvelda vinnustöðum að skapa heilsueflandi vinnuumhverfi og vinna þannig markvisst að góðri vinnustaðamenningu.
Á vefsvæðinu heilsueflandi.is er aðgangur að gagnvirku netsvæði þar sem fyrirtækjum í landinu gefst tækifæri á að vinna að sinni eigin heilsueflingu á vinnustað.
Morgunfundir um heilsueflandi vinnustaði
Vinnueftirlitið, VIRK, og embætti landlæknis hafa frá því samstarfið hófst haldnið morgunfundi um heilsueflandi vinnustaði þar sem áhersla hefur verið á fræðslu um þætti sem stuðla að vellíðan á vinnustað.
Hér að neðan má nálgast upptökur frá fundunum:
- Ertu á svölum vinnustað? – 18. maí 2022. Örráðstefna um heilsueflandi vinnustað.
- Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi – 16. mars 2022: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu.
- Breytingar á vinnustöðum eftir Covid – 9. nóv 2021: Lisa Vivoli Straume, forstöðukona og stofnandi MIND í Noregi. Sjá glærur sem fylgdu erindi Lisu.
- Eflum heilsu á vinnustöðum – kynning á viðmiðum um heilsueflandi vinnustað – 7. október 2021: Alma Möller landlæknir, Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK og Inga Berg Gísladóttir verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
- Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar – 25. febrúar 2021: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum og Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála hjá Ísal.
- Fjarvinna og staðvinna – Ógnir og tækifæri – 29. október 2020: Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ.
- Kulnun – Hvað höfum við lært sem nýtist okkur nú? – 26. maí 2020: Christina Maslach, prófessor (emerita) við Berkleyháskóla í Kaliforníu og Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK.
- Jákvæðir starfshættir á heilsueflandi vinnustað – 15. janúar 2020: Aðalfyrirlesari prófessor Illona Boniwell.
- Fara teymisvinna og vellíðan saman? – 12. september 2019: Henning Bang, prófessor við Oslóarháskóla og Valgerður Hrund Skúladóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Sensa.
- Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg? – 9. maí 2019: Karolien Van Den Brekel, heimilislæknir og doktor í sálfræði, Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, frá embætti landlæknis og Jóhann F. Friðriksson, frá Vinnueftirlitinu.
- Hamingja á vinnustöðum er alvörumál! – 21. feb 2019: Vanessa King hjá Action for Happiness, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis og Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK.