Oira - rafrænt áhættumat
Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao á Spáni og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði standa saman að gerð áhættumatsverkfæra undir nafninu OiRA sem stendur fyrir Online interactive Risk Assessment, eða á íslensku; rafrænt gagnvirkt áhættumat.
Vinnueftirlitið hefur gefið út rafrænt verkfæri til að gera áhættumat. Verkfærið er auðvelt í notkun, ókeypis og opið öllum. Í verkfærinu eru settar fram tillögur og dæmi um úrbætur í vinnuumhverfinu. Einnig eru tilvísanir í lög og reglur og fjöldi mynda til útskýringar. Verkfærið metur áhættu fyrir notandann og sér um að skrifa lokaskýrslu.
OiRA verkfæri fyrir rafrænt áhættumat eru fyrst og fremst hugsuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Í dag taka 16 Evrópuríki þátt í þróun verkfæra og fleiri verkfæri eru á leiðinni.