Ný aðgerðavakning til að efla heilbrigða vinnustaðamenningu
Vinnueftirlitið hóf í dag aðgerðavakninguna #Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Henni er hleypt af stokkunum á baráttudegi gegn einelti sem er í dag.
Tilkynna skal rafrænt til Vinnueftirlitsins öll slys sem leiða til þess að starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð. Á það einnig við um vinnuslys þar sem leitað var aðstoðar Neyðarlínunnar eða lögreglu. Einnig skal tilkynna slys þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni. Það er á ábyrgð atvinnurekanda að tilkynna um vinnuslys innan viku frá slysdegi.
Þú getur nýtt þér þjónustu okkar í gegnum mínar síður með því að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Mikilvægt er að kanna hvort vinnustaðurinn sé með stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og/eða ofbeldi. Í stefnunni og viðbragðsáætluninni á að koma fram hvert eigi að leita innan vinnustaðarins ef starfsfólk telur sig verða fyrir einelti, áreitni og/eða ofbeldi.
Ef ekki er til skilgreind stefna og viðbragðsáætlun er mikilvægt að láta næsta yfirmann eða annan stjórnanda á vinnustaðnum vita. Þeim ber að bregðast við málum sem þeir fá vitneskju um eða hafa grun um að séu í gangi á vinnustaðnum. Það er alltaf á ábyrgð vinnustaðarins að leysa vandann.
Sjá nánari leiðbeiningar í bæklingnum Sættum okkur ekki við einelti, áreiti, ofbeldi.
Þegar starfsmenn eru 10-49 þurfa sérstakir aðilar að sinna vinnuverndarmálum. Atvinnurekanda er skylt, ef hann er er ekki öryggisvörður sjálfur, að tilnefna úr hópi stjórnenda öryggisvörð. Þá skulu starfsmenn kjósa sér öryggistrúnaðarmann úr sínum hópi.
Ef starfsmenn eru fleiri en 50 skal atvinnurekandi tilnefna tvo öryggisverði og starfsmenn kjósa úr sínum hópi tvo öryggistrúnaðarmenn. Þá kallast hópurinn öryggisnefnd.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Til að öðlast réttindi á vinnuvélar þarf að sitja bóklegt námskeið um stjórn og meðferð vinnuvéla.
Frumnámskeið veitir réttindi til að taka verklegt próf á minni gerðir vinnuvéla. Grunnnámskeið veitir réttindi til að taka verklegt próf á allar gerðir vinnuvéla.
Að bóklegu námskeiði loknu fer fram verkleg þjálfun undir leiðsögn aðila sem hefur tilskilin réttindi. Einnig er hægt að fá þjálfun og taka verkleg próf í vélahermi hjá Vinnueftirlitinu.
Að lokinni verklegri þjálfun á vinnustað fer fram verklegt próf sem sótt er um hér á vefnum. Að loknu verklegu prófi er gefið út vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél.
Sýna þarf gild persónuskilríki með mynd fyrir bæði bóklegt og verklegt próf.
Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja um stafrænt vinnuvélaskírteini. Stafræna skíteinið birtist í island.is appinu samhliða útgáfu hefðbundins skíteinis og úr appinu er hægt að sækja það inn í „veski“ þeirra snjalltækja sem það styðja.
Sláðu inn netfangið þitt til að skrá þig á póstlista hjá okkur. Þannig getur þú fylgst með helstu fréttum og tilkynningum og fengið upplýsingar um viðburði og námskeið.