Athygli vakin á mikilvægi vinnuverndar á Iðnaðarsýningunni 2023
Vinnueftirlitið tekur þátt í Iðnaðarsýningunni sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 31. ágúst – 2. september næstkomandi. Sýningin spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem horft er til mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna.