Hoppa yfir valmynd

Fréttir

Tökum vel á móti ungu starfsfólki – nýtt veggspjald um vinnu barna og unglinga

Vinnueftirlitið hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka vel á móti ungmennum þegar þau á næstu dögum hefja sumarstörf að loknu skólaári. Gæta þarf vel að þjálfun þeirra en rannsóknir sýna að ungu fólki er því miður hættara en því sem eldra er við að lenda í óhöppum og vinnuslysum.  Af þeim sökum hefur Vinnueftirlitið gefið út veggspjald um vinnu barna og unglinga sem er ætlað til upplýsinga fyrir atvinnurekendur og ungmenni sem eru að feta sín fyrstu skref á vinnumarkaði. 

Boðið upp á stafræn frumnámskeið

Vinnueftirlitið býður nú upp á stafræn frumnámskeið fyrir minni vinnuvélar.

Mínar síður ekki aðgengilegar eftir hádegi

Vegna vinnu við viðhald verða mínar síður Vinnueftirlitsins ekki aðgengilegar eftir klukkan 12 í dag, föstudaginn 5. maí, og út daginn. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Beitum okkur rétt við vinnu í mannvirkjagerð

Í tilefni af alþjóðadegi vinnuverndar 28. apríl vekur Vinnueftirlitið athygli á mikilvægi þess að starfsfólk gæti að góðri líkamsbeitingu við vinnu. Gildir það um hvaða störf sem er en að þessu sinni er sjónum beint að starfsfólki sem starfar við mannvirkjagerð og hefur stofnunin gefið út þrjú ný veggspjöld því tengt. Eitt fjallar almennt um góða líkamsbeitingu við vinnu í mannvirkjagerð, annað um einhæfa álagsvinnu og þriðja um það að lyfta þungu.

Starf sviðsstjóra sviðs fólks, upplýsinga og þróunar laust til umsóknar

Vinnueftirlitið leitar að framsæknum og árangursdrifnum einstaklingi til að leiða mannauðsmálin hjá stofnuninni.