Hoppa yfir valmynd

Fréttir

Tveir sérfræðingar í vinnuvélaeftirliti

Vinnueftirlitið leitar að tveimur metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingum með mikla þekkingu og áhuga á vélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga sem hafa eftirlit með vélum og tækjum.

Viltu taka þátt í að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum?

Vinnueftirlitið auglýsir eftir að ráða öflugan verkefnisstjóra til að minnsta kosti tveggja ára til að leiða þróun á nýrri vefsíðu fyrir félagslegt vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Ný ásýnd og nýr vefur

Í tilefni af fertugasta afmælisári Vinnueftirlitsins hefur stofnunin fengið nýja ásýnd og vefsíðu.

Hagnýtur leiðarvísir að vellíðan í vinnu

Stoðkerfisvandi og vandamál tengd streitu eru algengasta ástæðan fyrir veikindafjarvistum í Evrópu. Evrópska vinnuverndarstofnunin hefur gefið út leiðarvísi sem ætlað er að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki við að hanna vinnuumhverfi þar sem starfsfólk er heilsuhraust og skilar góðu dagsverki.

Innköllun á gölluðum FFP2 rykgrímum, merktar Eirberg

Vinnueftirlitinu hefur borist tilkynning frá Eirberg um innköllun á FFP2 andlitsgrímum, sem seldar voru í 2 stykkja pakkningum merktar Eirberg. Grímurnar eru innkallaðar þar sem þær stóðust ekki prófanir.