Tökum vel á móti ungu starfsfólki – nýtt veggspjald um vinnu barna og unglinga
Vinnueftirlitið hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka vel á móti ungmennum þegar þau á næstu dögum hefja sumarstörf að loknu skólaári. Gæta þarf vel að þjálfun þeirra en rannsóknir sýna að ungu fólki er því miður hættara en því sem eldra er við að lenda í óhöppum og vinnuslysum. Af þeim sökum hefur Vinnueftirlitið gefið út veggspjald um vinnu barna og unglinga sem er ætlað til upplýsinga fyrir atvinnurekendur og ungmenni sem eru að feta sín fyrstu skref á vinnumarkaði.