Hoppa yfir valmynd

Yfirlit námskeiða

Vinnueftirlitið heldur reglulega ýmis námskeið tengd vinnuvernd, vinnuvélum, efnum og efnahættum.

Námskeiðin eru flest haldin í Teams-fjarfundakerfinu sem auðveldar fólki víða um land þátttöku. Próftaka, ef við á, fer fram á starfsstöðvum Vinnueftirlitsins eða eftir atvikum hjá samstarfsaðilum.

Þátttakendur á Teams-námskeiðum þurfa nettengda tölvu með hljóðnema og hátalara eða heyrnartólum. Áður en námskeið hefst fá þátttakendur tölvupóst með fundarboði og leiðbeiningum. Ef tölvupósturinn skilar sér ekki eða aðgangur að námskeiði virkar ekki sem skildi skal vinsamlegast hafa samband á vinnueftirlit@ver.is eða í síma 550-4600

Vinnueftirlitið býður einnig upp á nokkur netnámskeið í samstarfi við Iðuna fræðslusetur. Um er að ræða námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, asbestnámskeið, námskeið um vinnu í lokuðu rými og ADR-endurmenntunarnámskeið.

Einnig er bent á að viðurkenndir þjónustaðilar í vinnuvernd bjóða upp á fræðslu og þjónustu varðandi ýmsa þætti vinnuverndar.