Hoppa yfir valmynd

Stefnur

Hlutverk Vinnueftirlitsins er að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu.

Framtíðarsýn

Hlutverk Vinnueftirlitsins er að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu. Við vitum að slysin gera boð á undan sér og það er hægt að hanna burt hætturnar. Skilvirk forgangsröðun aðfanga hefur gert okkur fært að halda úti öflugu eftirliti með vinnuumhverfi vinnustaða og með vinnuvélum og tækjum. Vinnueftirlitið stendur fyrir öflugu fræðslustarfi og ráðgjöf um allt sem snýr að vinnuvernd og er þekkt fyrir að vera bæði leiðandi og leiðbeinandi á þeim vettvangi. Rannsóknir og skráningar á vinnuslysum, á sviði atvinnusjúkdóma og atvinnutengdrar heilsu hafa beint athyglinni að þeim þáttum sem líklegastir eru til að skila árangri. Með áherslu á forvarnir og heilsueflingu höfum við lagt okkar á vogarskálarnar til að draga úr nýgengi örorku og efla framleiðni á innlendum vinnumarkaði.

Með öflugu véla- og fyrirtækjaeftirliti höfum við aukið öryggi og tryggt heilsu starfsmanna og annarra. Við höfum stuðlað að auknu öryggi við notkun vinnuvéla með fræðslu og þjálfun. Samvinna okkar og aðstoð við stjórnendur fyrirtækja hefur leitt til þess að þeir hafa tekið sífellt meiri ábyrgð á að bæta öryggismenningu og stuðla að góðu, öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi í daglegum rekstri vinnustaða sinna. Með því að beina kröftunum að þeim áskorunum sem hafa mest samfélagsleg áhrif hverju sinni og öflugu samstarfi við hagsmunaaðila höfum við náð að fyrirbyggja slys og sjúkdóma sem eiga sér rætur í starfsumhverfinu.

Vönduð fjármálastjórnun, skýr forgangsröðun, áætlanagerð og frávikagreining hefur tryggt getu til að ná hámarksárangri með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Stofnunin hefur ávallt starfað innan fjárheimilda. Vönduð ákvarðanataka um útgjöld ásamt skýrri upplýsingagjöf hafa aukið virðingu og traust á stofnuninni. Árangursríkri innleiðingu á lögum um opinber fjármál er lokið.

Með samhentu átaki hefur tekist að tryggja að öll tilkynningarskyld slys og skýrslur um atvinnusjúkdóma hafa skilað sér í viðkomandi skrá. Rannsóknir okkar á þeim gögnum hafa skilað sér hratt og örugglega til hagsmunaaðila þannig að hægt er að bregðast skjótt við breytingum í umhverfinu og nýjum aðstæðum. Starfsemin er gagnsæ og ávallt í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Upplýsingatæknin hefur verið nýtt á skilvirkan hátt til að auka gæði og áreiðanleika. Nýsköpun og umbætur eru kjarninn í okkar starfi og við höfum verið leiðandi í að benda á aðferðir, bæði nýjar og þrautreyndar, til að bæta öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Vinnustaðurinn okkar er til fyrirmyndar um allt sem snýr að vinnuvernd. Vinnustaðurinn er heilsueflandi og samskipti opin og heiðarleg. Stjórnendur og starfsfólk veita styrkjandi endurgjöf og stuðlað er að því að starfsfólk vaxi í starfi. Hjá Vinnueftirlitinu ríkir fullkomið jafnræði og tryggt hefur verið að allir njóta sín í starfi á jafnréttisgrundvelli. Allur aðbúnaður starfsfólks er eins og best verður á kosið og tryggt er að starfsfólk getur sinnt störfum sínum af fagmennsku.

  1. Meginverkefni okkar er að tryggja þau sjálfsögðu réttindi að allir komi heilir heim úr vinnu
  2. Við erum leiðandi í vinnuverndarmálum og höfum forvarnir að leiðarljósi
  3. Við trúum því að með öflugum forvörnum, þar með talið heilsueflingu, megi draga úr nýgengi örorku og efla framleiðni á innlendum vinnumarkaði
  4. Við erum öflugur samstarfsaðili annarra fyrirtækja, stofnana og samtaka sem láta sig vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum varða.
  5. Við leggjum okkur fram um að leiðbeina um góða vinnustaðamenningu og efla skilning á mikilvægi hennar
  6. Við stöndum fyrir öflugu fræðslustarfi  og ráðgjöf um allt sem snýr að vinnuvernd og erum bæði leiðandi og leiðbeinandi á þeim vettvangi
  7. Við sinnum eftirliti á vinnustöðum með áherslu á gæði, samræmda verkferla og eftirfylgni
  8. Við höldum uppi öflug eftirliti með vinnuvélum, krönum, lyftum og oðrum skoðunarskyldum búnaði
  9. Við vinnum gegn skipulagðri brotastarfsemi á vinnumarkaði
  10. Við vitum að slysin gera boð á undan sér og það er hægt að hanna burt hætturnar

  1. Við hvetjum stjórnendur og starfsfólk til að leggja áherslu á öryuggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi í daglegum rekstri. Þannieg er hægt að fyrirbyggja slys og sjúkdóma sem eiga rætur sínar í vinnuumhverfinu
  2. Við höldum ítarlega og áreiðanlega slysaskrá
  3. Við beinum kröftum okkar að þeim áskorunum þar sem líklegt er að við getum haft mest samfélagsleg áhrif hverju sinni
  4. Við eftirlit er gætt að jafnræði og komið fram af sanngirni og virðingu
  5. Við leggjum áherslu á virðingu og tillitsemi í öllum okkar samskiptum við viðskiptavini
  6. Við leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu og ráðgjöf
  7. Við stuðlum að auknu öryggi við notkun vinnuvéla með góðri fræðslu og þjálfun
  8. Við vinnum markvisst að því að rafvæða úrvinnslu og samskipti þar sem því verður komið við
  9. Við eflum tengsl okkar við hagsmunaaðila með frumkvæði að beinum samskiptum og markvissri almennri umræðu
  10. Með öflugu véla- og fyrirtækjaeftirliti tryggjum við öryggi og heils starfsmann og annarra.

  1. Náum hámarksárangri með hagkvæmni, skilvirkni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi
  2. Við störfum ávallt innan marka fjárheimilda
  3. Áætlanagerð er vönduð og stjórnendur koma að gerð áætlunar og frávikagreiningar fyrir sína starfsemi með virkum hætti
  4. Skýr forgangsröðun er leiðarljós okkar í rekstri
  5. Öflug upplýsingatækni er lykilatriði í okkar rekstri. Við leitum leiða til að ná fram betri árangri með hagnýtingu upplýsingatækninnar
  6. Við hödlum uppi virkum samskiptum við félagsmálaráðuneytið varðandi verkefni, árangur stofnunarinnar og fjármögnun.

  1. Við leitumst við að tryggja að öll tilkynningarskyld slys og skýrslur um atvinnusjúkdóma skili sér í slysaskrá og atvinnusjúkdómaskrá
  2. Við greinum orsakir vinnuslysa og þróun þeirra og miðlum til hagsmunaaðila svo hægt sé að bregðast hratt og örugglega við.
  3. Verklagsreglur og verkferlar eru til fyrirmyndar á hverjum tíma og ávallt í samræmi við lög og reglur
  4. Við leggjum áherslu á nýsköpun og umbætur í öllu okkar starfi
  5. Við erum leiðandi í að benda á aðferðir sem nýtast til að bæta öryggi og aðbúnað á vinnustöðum
  6. Við rekum árangursstjórnunarkerfi, sem tengir auðlindir og aðföng við árnagur og framfarir. Þannig getum við reglubundið endurskoðað frammistöðu og bætt árangur
  7. Við leggjum áherslu á að skjalastjórnun, umsýsla og allur frágangur skjala sé ávallt í samræmi við ströngustu kröfur.
  8. Við nýtum upplýsingatæknina eins og kostur er til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og áreiðanleika

  1. Vinnustaðurinn okkar er til fyrirmyndar um allt sem snýr að vinnuvernd
  2. Við tryggjum að aðbúnaður starfsfólks sé eins og best er á kosið til að við getum sinnt verkefnum okkar af kostgæfni
  3. Við leggjum okkur fram um að skapa góðan starfsanda, starfið sé uppbyggilegt og gefandi og starfsfólki líði vel í vinnunni
  4. Vinnustaðurinn er heilsueflandi og samskipti opin og heiðarleg. Stjórnendur og starfsfólk veita styrkjandi endurgjöf og stuðlað er að því að starfsfólk vaxi í starfi
  5. Allir starfsmenn eru meðvitaðir um sinn þátt í að viðhalda ánægju á vinnustaðnum og leggja sitt af mörkum
  6. Ríkjandi menning er fyrir fjölbreyttum vinnuformum og þekkingarmiðlun
  7. Við bjóðum fjölskylduvænt starfsumhverfi, samkeppnishæf starfskjör og sköpum tækifæri til að þróast og þroskast í leik og starfi
  8. Við leitumst við að koma á og tryggja fyllsta jafnræði á milli kvenna og karla í starfsemi og rekstri stofnunarinnar auk þess að stuðla að því að allir starfsmenn fái notið sín í starfi á jafnréttisgrundvelli án tillits til kynferðis, fötlunar, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, stjórnmálaskoðana, trúar, kynhneigðar eða annarra slíkra persónubundinna atriða
  9. Vinnustaðurinn tryggir að allir starfsmenn fái viðeigandi þjálfun og símenntun til að tryggja fagmennsku í starfi.

Gildi

Frumkvæði

Frumkvæði felst í því að leggja óumbeðið fram tillögur sem stuðla að  framförum og taka þátt í því að hrinda þeim í framkvæmd þegar við á.

Forvarnir

Ráðstafanir til að koma í veg fyrir heilsutjón og draga úr afleiðingum atburða og aðstæðna sem gætu valdið heilsutjóni.

Fagmennska

Fagmennska felur í sér að verk séu unnin heiðarlega, á grundvelli fullnægjandi þekkingar og í samræmi við lög, reglur og viðurkennt verklag.

Markmið/áherslur

Efnislegar áherslur:

Vinnueftirlitið ætlar að koma í veg fyrir:

Vinnueftirlitið ætlar að leggja áherslu á eftirfarandi starfsgreinar:

Áherslur Vinnueftirlitsins í fyrirtækjaeftirliti:

Eftirfylgni og endurskoðun

Árlegar starfsáætlanir Vinnueftirlitsins verða byggðar á þeim stefnumiðum sem hér koma fram og þeim viðfangsefnum sem fram koma í aðgerðaáætlunum. Nánari forgangsröðun og tímasetning fer fram við þá áætlanagerð.

Komið verði upp matskerfi til að fylgjast með árangri og framvindu allra þátta stefnunnar og aðgerðaáætlana. Þróaðir verða töluvísar fyrir alla þætti þar sem unnt er að koma slíku við.

Í upphafi hvers árs verði farið yfir það á stjórnarfundi hvernig gengið hefur að ná markmiðum og hvernig forgangsröðun verði háttað.


Samþykkt á stjórnarfundi 11. apríl 2019

Upplýsingastefna

Vinnueftirlitið leggur áherslu á að miðla traustum, skýrum og áreiðanlegum upplýsingum um málefni sem undir stofnunina heyra í því skyni að greiða fyrir þekkingaröflun og stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi, sem er lykilþáttur í starfsemi stofnunarinnar.

Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis

Í öllu starfi Vinnueftirlitsins eiga starfsmenn og stjórnendur að sýna kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótilhlýðileg hegðun verður ekki umborin á vinnustaðnum og er bæði stjórnendum og starfsmönnum með öllu óheimil.

Vinnueftirlitið skal koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða aðra ótilhlýðilega hegðun í starfi stofnunarinnar með forvörnum og virkri viðbragsáætlun.

Persónuverndarstefna

Markmið persónuverndarstefnu okkar er að leggja áherslu á persónuvernd með því að tryggja lögmæta, sanngjarna og gagnsæja meðferð allra persónuupplýsinga sem stofnunin vinnur með. Í persónuverndarstefnu þessari upplýsum við nánar um vinnslu persónuupplýsinga í tilteknum verkefnum stofnunarinnar.

Stefna okkar er að gera með skýrum hætti grein fyrir hvaða persónuupplýsingar stofnunin vinnur með og í hvaða tilgangi. Persónuverndarstefna þessi er því endurskoðuð reglulega.

Launastefna

Forstjóri ber ábyrgð á launastefnu Vinnueftirlitsins og er jafnlaunastefna þess órjúfanlegur hluti af launastefnu þess.

Stefna Vinnueftirlitsins er að allir starfsmenn Vinnueftirlitsins njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Með jöfnum launum er átt við að laun og önnur starfskjör skuli ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun hvorki fela í sér beina né óbeina kynjamismunun.

Jafnréttisáætlun

Í jafnréttisáætluninni eru sett fram markmið og aðgerðir sem lúta að ákvæðum jafnréttislaga sem varða innra starf Vinnueftirlitsins. Hluti áætlunarinnar er einnig stefna og viðbragðsáætlun Vinnueftirlitsins vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis eða annarrar ótilhlýðilegrar hegðunar og viðverustefna.

Vinnueftirlitið er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og konur og karlar hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.

Þjónustustefna

Vinnueftirlitið ætlar að veita framúrskarandi þjónustu til að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu.

Mannauðsstefna

Hjá Vinnueftirlitinu starfar metnaðarfullur og samheldinn hópur sem leggur áherslu á að ná fram því markmiði að allir komi heilir heim úr vinnu. Við leitumst við að vera fyrirmyndarvinnustaður á sviði vinnuverndar og viljum að fagþekking starfsfólks sé eftirsótt til ráðgjafar í íslensku atvinnulífi. Við störfum saman í fagteymum og höfum skilvirka og vandaða stjórnsýslu að leiðarljósi. Vinnueftirlitið býður fjölskylduvænt starfsumhverfi, samkeppnishæf starfskjör og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi.

Fjarvinnustefna

Markmið Vinnueftirlitsins er að vera eftirsóttur fyrirmyndarvinnustaður og vera samkeppnishæft um framúrskarandi starfsfólk. Starfsfólk getur óskað eftir því að gera samning um fjarvinnu henti það því og starfinu. Markmið fjarvinnusamnings er að koma til móts við það starfsfólk sem kýs sjálft að vinna að hluta fjarri vinnustað.