Vinnuvélar & tæki
Vinnuvél er tæki sem getur flutt sig úr stað með eigin afli og er notuð til að vinna nánar tiltekin störf. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með skráðum vinnuvélum á Íslandi.
Vinnueftirlitið hefur það hlutverk að tryggja að öll komi heil heim og því er sjónum beint að því hvernig koma megi í veg fyrir áhættuþætti í vinnuumhverfi vinnustaða. Með skilvirku vinnuvélaeftirliti tryggjum við öryggi og heilsu starfsmanna og annarra og stuðlum að auknu öryggi við notkun vinnuvéla.
Skráning & skoðun
Um skráningu og skoðun vinnuvéla gilda reglur um skráningu og skoðun farandvinnuvéla og vinnuvéla.
Skráningu og skoðun farandvinnuvéla og vinnuvéla
Reglur nr. 388/1989 um
Eigendur vinnuvéla gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustaðnum. Vinnuvélar eru hluti af vinnuumhverfinu hjá mörgum atvinnurekendum og ber þeim því að gæta að öryggi vélanna í því skyni að tryggja öryggi starfsmanna sinna.
Rík ábyrgð hvílir á vinnuvélaeigendum að hafa allar vinnuvélar sínar skoðaðar þurfa þeir að panta árlega skoðun. Auk þess ber eiganda að óska eftir skoðun fyrir og eftir verulegar viðgerðir og breytingar á burðarvirkjum vinnuvéla.
Panta skoðun
Skoðunarmenn Vinnueftirlitsins eru staðsettir víðs vegar um landið og verða við beiðnum um skoðanir, en hægt er að óska eftir skoðunum hér á síðunni. Inni á upplýsingasíðu hvers tækis á Mínum síðum er hægt að panta skoðun á það tiltekna tæki. Einnig er hægt að senda tölvupóst netfangið vinnueftirlit@ver.is eða hafa samband í síma 550-4600.
Atvinnurekendur þurfa að fylgja stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða auk fyrirmæla Vinnueftirlitsins er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi véla og annars búnaðar í vinnuumhverfinu.
Ef atvinnurekendur óska ekki eftir skoðun á vinnuvélum sínum hefur Vinnueftirlitið frumkvæði að því að skoða vélarnar.
Vinnueftirlitið hvetur eigendur vinnuvéla til þess að huga vel að því hvort vinnuvélar þeirra hafi verið skoðaðar og óska tímanlega eftir skoðun.
Spurt og svarað
Verð á skoðun vinnuvélar/tækis fer eftir stærð og tegund tækis. Sjá nánar í gjaldskrá Vinnueftirlitsins.
Vinnuvélar skal skoða árlega. Auk þess skal skoða vinnuvélar fyrir og eftir viðgerðir og breytingar á burðarvirkjum.
Hér er hægt að panta skoðun á vinnuvél.