Hoppa yfir valmynd

Vinnuvélaréttindi

Til að öðlast vinnuvélaréttindi þarf að ljúka bóklegu námskeiði á viðkomandi vinnuvél, vera fullra 17 ára og hafa lokið ökuréttindum á bifreið. Að því loknu fer fram verkleg þjálfun. Að síðustu er tekið verklegt próf á vegum Vinnueftirlitsins.

Almennt

Allir sem ætla að stjórna vinnuvél á Íslandi verða að hafa tilskilin réttindi. Til að fá vinnuvélaréttindi þarf að ljúka bóklegu námskeiði í viðkomandi vinnuvélaflokki. Að því loknu fer fram verkleg þjálfun undir leiðsögn leiðbeinanda og að lokum er tekið verklegt próf á vegum Vinnueftirlitsins.

  • Vinnueftirlitið heldur frumnámskeið og byggingakrananámskeið sem lýkur með bóklegu prófi og veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara.
  • Ökuskólar og aðrir sem hlotið hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins halda svokölluð grunnnámskeið. Grunnnámskeið taka til allra vinnuvélaflokka. Þeim lýkur með bóklegu prófi sem veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara.
  • Sá sem annast verklega þjálfun á vinnustað verður að hafa kennsluréttindi á vinnuvél. Til að auðvelda verklega þjálfun hefur Vinnueftirlitið gefið út gátlista fyrir verklega þjálfun á vinnuvél, en hann má nálgast hér að neðan. Verkleg þjálfun skal vera að lágmarki tíu klukkustundir og fara fram í þannig umhverfi að ekki hljótist slysahætta af þjálfuninni.
  • Að lokinni verklegri þjálfun á vinnustað fer fram verklegt próf sem sótt er um hér á vefnum. Að loknu verklegu prófi er gefið út vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél. Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja um stafrænt vinnuvélaskírteini. Stafræna skíteinið birtist í island.is appinu samhliða útgáfu hefðbundins skíteinis og úr appinu er hægt að sækja það inn í „veski“ þeirra snjalltækja sem það styðja.
  • Hjá Vinnueftirlitinu er einnig aðstaða til verklegrar þjálfunar og töku verklegs prófs í sérstökum hermum. Hafa þarf samband við Vinnueftirlitið til að panta tíma í hermi.
  • Þegar sótt er um kranaréttindi, fyrir flokka A, B, C, D og P, þarf að framvísa læknisvottorði.
  • Sýna þarf gild persónuskilríki með mynd fyrir bæði bóklegt og verklegt próf.

Umsókn um verklegt próf

Til þess að skrá nýjan aðila í verklegt vinnuvélapróf er mikilvægt að hafa í huga hvort öll tilheyrandi gögn séu til reiðu og að búið sé að ákveða eftirfarandi þætti við framkvæmd prófsins.

Einstaklingsskráning er valin ef einstaklingur óskar eftir verklegu prófi sem hann sjálfur ætlar að standa straum af kostnaði við. Því ferli lýkur með að einstaklingi er vísað inn á greiðslusíðu þar sem hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti.

Fyrirtækisskráning er valin ef ákveðið hefur verið að fyrirtæki standi straum af kostnaði við verklegt próf og útgáfu skírteinis.

Staðsetning prófs. Hvort sem um einstakling eða fyrirtæki er að ræða þarf að tilgreina hvar verklega prófið á að fara fram. Mikilvægt er að fram komi eins nákvæmar upplýsingar og hægt er.

Upplýsingar um próftaka eru settar inn og bætt við eins mörgum og þörf krefur. Í þeim tilvikum þar sem óskað er eftir verklegum prófum fyrir hóp starfsfólks er best að setja inn eina skráningu fyrir þann hóp sem á að taka prófið í sömu heimsókn prófdómara. Tilgreindir eru þeir réttindaflokkar sem sóst er eftir að fá útgefin vinnuvélaréttindi fyrir.

Læknisvottorð. Ef óskað er eftir verklegu prófi í réttindaflokkum á krana (A, B, C, D eða P) þarf að liggja fyrir læknisvottorð sem staðfestir sjón, heyrn og líkamlegt hreysti próftakans. Læknisvottorð er skilyrði þess að verklegt próf geti farið fram.

Leiðbeinendur með kennsluréttindi. Í skráningarferlinu er gefinn upp sá einstaklingur sem hefur viðurkennd kennsluréttindi hjá Vinnueftirlitinu í þeim réttindaflokki sem próftaki hyggst fá útgefin í skírteini sínu. Leiðbeinandi getur staðfest rafrænt í gegnum Mínar síður Vinnueftirlitsins að verkleg þjálfun hafi farið fram.

Þegar skráningarform með beiðni um verklegt próf hefur verið fyllt út er það sent rafrænt til Vinnueftirlitsins sem yfirfer gögnin og sér um að úthluta prófdómara. Prófdómari hefur svo samband eftir 1-2 daga til að ákveða tímasetningu prófsins.

Við framkvæmd verklega prófsins er þess gætt að próftaki standist kröfur um verklega færni.

Útgefin vinnuvélaréttindi frá öðru aðildarríki EES

Ef erlendur starfsmaður hefur útgefin vinnuvélaréttindi frá öðru aðildarríki EES og hann ætlar að stjórna vinnuvél á Íslandi verður hann að fá réttindi sín viðurkennd hjá Vinnueftirlitinu  í samræmi við lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

Eftirtalin gögn skulu fylgja umsókn um leyfi til að nota erlend vinnuvélaréttindi:

  • Fylla skal út hvaða réttindi óskast viðurkennd (sjá blaðsíðu 2 á eyðublaðinu umsókn um leyfi til að nota erlend
    vinnuvélaréttindi fyrir krana, lyftara og/eða jarðvinnuvélar hér að neðan).
  • Afrit af ökuskírteini.
  • Afrit af erlendu vinnuvélaskírteini.
  • Gögn sem sýna fjölda tíma í bóklegri og verklegri kennslu vegna erlendu réttindanna.
  • Öll gögn skulu vera þýdd á íslensku eða ensku fyrir öll tungumál nema dönsku, norsku eða sænsku.
  • Þegar sótt er um kranaréttindi, fyrir flokka A, B, C, D og P þarf læknisvottorð að fylgja með.

Læknisvottorð

Vottorðið þarf að staðfesta eftirfarandi:

  • Sjón: ≥ 0,8 á betra auga og ≥0.1 á verra auga
  • Sjónsvið eðlilegt
  • Heyrn eðlileg
  • Limaburður eðlilegur og óhindraður
  • Umsækjandi sé hraustur að öðru leyti og hann hafi ekki sjúkdóm, eða taki lyf eða önnur efni sem trufla dómgreind eða geta valdið skyndilegum meðvitundarmissi. Vottorð þarf að vera yngra en sex mánaða.

Í stað læknisvottorðs má framvísa skírteini um aukin ökuréttindi sem er yngra en 6 mánaða.

Flokkun vinnuvélaréttinda

Fyrri bókstafur í númeri vinnuvélaflokks kallast yfirflokkur og er einnig tenging við réttindaskírteini stjórnanda vinnuvélar. Þannig getur handhafi skírteinis séð á skráningarnúmeri vinnuvélar hvort hann hafi réttindi á viðkomandi vinnuvél.

A – Staðbundnir kranar og byggingarkranar
B – Farandkranar stærri en 18 tonnmetrar
C – Brúkranar
D – Kranar 18 tonnmetrar eða minni
E – Gröfur stærri en 4 tonn
F – Hjólaskóflur
G – Jarðýtur
H – Vegheflar
I   – Dráttarvélar og minni jarðvinnuvélar
J  – Lyftarar með 10 tonna lyftigetu eða minna
K – Lyftarar með meira en 10 tonna lyftigetu
L – Valtarar
M – Malbikunarvélar
P- Hleðslukranar með 18 tonnmetra lyftigetu eða minna

Spurt og svarað

Til að öðlast réttindi á vinnuvélar þarf að sitja bóklegt námskeið um stjórn og meðferð vinnuvéla.  Frumnámskeið veitir réttindi til að taka verklegt próf á minni gerðir vinnuvéla. Grunnnámskeið veitir réttindi til að taka verklegt próf á allar gerðir vinnuvéla.

Að bóklegu námskeiði loknu fer fram verkleg þjálfun undir leiðsögn aðila sem hefur tilskilin réttindi. Einnig er hægt að fá þjálfun og taka verkleg próf í vélahermi hjá Vinnueftirlitinu.

Að lokinni verklegri þjálfun á vinnustað fer fram verklegt próf sem sótt er um hér á vefnum. Að loknu verklegu prófi er gefið út vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél.

Sýna þarf gild persónuskilríki með mynd fyrir bæði bóklegt og verklegt próf.

Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja um stafrænt vinnuvélaskírteini. Stafræna skíteinið birtist í island.is appinu samhliða útgáfu hefðbundins skíteinis og úr appinu er hægt að sækja það inn í „veski“ þeirra snjalltækja sem það styðja.

Verðið má finna undir lið 108 í gjaldskrá Vinnueftirlitsins.

Almenn vinnuvélaréttindi gilda til sjötugs en réttindi á krana þarf að endurnýja á tíu ára fresti. Skila ber læknisvottorði með beiðni um endurnýjun.

Það er gert með því að hafa samband í gegnum vinnueftirlit@ver.is eða með því að koma í afgreiðslu VER. Þegar verið er að endurnýja útrunnin réttindi ber að skila inn læknisvottorði (almennt vottorð).

Vinnuvélaskírteinið er sent í pósti til skírteinishafa eða greiðanda ef um er að ræða reikningsviðskipti.

Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja um stafrænt vinnuvélaskírteini. Stafræna skíteinið birtist í island.is appinu samhliða útgáfu hefðbundins skíteinis og úr appinu er hægt að sækja það inn í „veski“ þeirra snjalltækja sem það styðja.

Til að fá útgefið vinnuvélaskírteini þarf meðal annars að hafa gilt ökuskírteini. Því er ekki hægt að öðlast réttindi til að stjórna vinnuvélum nema að hafa tekið bílpróf.

Vinnuvélaréttindi verða ekki ógild um leið og ökuréttindi en þau takmarkast við afgirt svæði og lóð fyrirtækis. Lögreglan sker úr um hvar umferðarlög gilda ef vafi kemur upp.

Íbúar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hafa rétt á að fá vinnuvélaréttindi frá aðildarríkjum EES viðurkennd í öðrum löndum EES í samræmi við lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

Vinnueftirlit þess lands sem sótt er um viðurkenningu í metur réttindin inn í sitt kerfi.

Til þess að geta farið í verklegt próf og öðlast vinnuvélaréttindi þarf próftaki að hafa lokið bóklegu námskeiði hjá Vinnueftirlitinu eða öðrum aðilum sem bjóða upp á vinnuvélanámskeið ásamt verklegri þjálfun undir leiðsögn leiðbeinanda. 

Ef umsækjandi ætlar að greiða sjálfur fyrir verklega prófið þá velur hann einstaklingsskráningu og þá lýkur skráningarforminu með því að hann fer inn á greiðslusíðu og greiðir með korti.

Ef fyrirtæki ætlar að standa straum af kostnaði við verklega prófið og réttindaskírteini starfsmanns getur það óskað eftir því að fá sendan reikning. 

Ef um einstaklingsskráningu er að ræða þarf að greiða með korti en ef um fyrirtækisskráningu er að ræða er hægt að óska eftir því að fá sendan reikning. 

Vegna þess að við vinnu með slík tæki er gjarnan unnið með byrði sem er langt frá þeim sem stjórnar tækinu og því nauðsynlegt að sá einstaklingur sé með góða sjón og heyrn. Einnig er gerð krafa um eðlilega hreyfigetu þegar vinnuvélaréttindi eru gefin út. 

Sumar vinnuvélar geta í eðli sínu verið mjög líkar, til dæmis hvað varðar stjórnbúnað og því er talið rétt að gefa einnig réttindi í þeim flokki sem getur innihaldið minni útgáfu af sambærilegum vinnuvélum.

Dæmi um þetta er að þegar gefin eru út réttindi í flokkum E og F fær viðkomandi líka réttindi í I-flokki. Sama á við þegar gefin eru út réttindi í flokkum B og P en þá fær viðkomandi einnig réttindi í D-flokki. Sömuleiðis þegar gefin eru út réttindi í flokki K en þá fær viðkomandi einnig réttindi í J-flokki. 

Á útgefnu skírteini er gildistími merktur í reiti þeirra vinnuvélaréttinda sem gild eru. Einnig er hægt að nálgast stafrænt vinnuvélaskírteini á island.is.

Hægt er að sækja um að verða leiðbeinandi þegar réttindahafi hefur lokið 1.000 vinnustundum á vinnu við vél í viðkomandi réttindaflokki. Það er gert með því að fylla út eyðublaðið Kennsluréttindi á vinnuvél 

Já, mögulegt er að bæta við nýjum aðila á staðnum ef um er að ræða reikningsviðskipti.

Prófdómari skráir þá inn upplýsingar um nýjan próftaka en ef um verklegt próf í réttindaflokkum A, B, C, D, eða P er að ræða þarf viðkomandi starfsmaður að framvísa læknisvottorði og geta gefið upp leiðbeinanda á staðnum.

Ef um einstaklingsskráningu er að ræða þarf að fara í gegnum skráningu á vef. 

Þá eru tveir möguleikar í stöðunni. Annað hvort að ákveða nýjan tíma og notast við gamla skráningarformið eða eyða út skráningu og fylla út að nýju þegar starfsmaðurinn verður við vinnu. 

Já, ef breytingar hafa orðið er hægt að gefa upp nýjan leiðbeinanda þegar prófdómari kemur á staðinn. 

Þrjár leiðir eru mögulegar til þess:

Í fyrsta lagi er hægt er að gefa upp farsímanúmer eða tölvupóstfang leiðbeinanda sem fær sendan hlekk í sms eða tölvupósti. Hafi hann tilskilin kennsluréttindi í þeim réttindaflokki sem við á staðfestir hann að verkleg þjálfun hafi farið fram.

Í öðru lagi getur leiðbeinandi, sé hann á staðnum skrifað undir hjá prófdómara.

Í þriðja lagi er hægt að prenta út eyðublaðið Vottorð kennara og fá þar undirskrift leiðbeinanda til staðfestingar á því að verkleg þjálfun hafi farið fram.