Vinnuvélaskrá
Vinnueftirlitið heldur sérstaka vinnuvélaskrá yfir allar vinnuvélar og tæki á Íslandi. Um skráningu vinnuvéla gildir reglur um skráningu og skoðun farandvinnuvéla og vinnuvéla.
Nýskráning
Áður en vinnuvél er tekin í notkun skal hún skráð hjá Vinnueftirlitinu. Nýskráningar fara eingöngu fram rafrænt á Mínum síðum Vinnueftirlitsins.
Skráningu og skoðun farandvinnuvéla og vinnuvéla
Reglur nr. 388/1989 um
Erlend fyrirtæki sem hyggjast vera með starfsemi hér á landi skulu hafa í huga að áður en vinnuvél, sem reglur um skráningu og skoðun farandvinnuvéla og vinnuvéla ná til, er tekin í notkun, skal hún skráð hjá Vinnueftirlitinu. Athugið að skrá verður vinnuvél á íslenska kennitölu.
Skráningarnúmer vinnuvéla og tækja eru með tveimur bókstöfum og fjórum tölustöfum. Fyrri bókstafur í skráningarnúmeri gefur til kynna yfirflokk en seinni bókstafur undirflokk. Tölustafirnir eru raðnúmer innan tiltekinna flokka og ásamt bókstöfunum tveimur er það skráningarnúmer tiltekinnar vinnuvélar eða tækis.
Vinnueftirlitið gefur út skráningarhandbók til nánari leiðbeiningar um skráningar á vinnuvélum.
Spurt og svarað
Hægt er að sækja um nýskráningu á vinnuvél/tæki á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarftu að vera með rafræn skilríki eða íslykil.
Upplýsingar um það má finna í skráningarhandbók fyrir vinnuvélar og tæki.
Hægt er að sjá verð á nýskráningu vinnuvélar/tækis í gjaldskrá Vinnueftirlitsins hér á heimasíðunni.
Þú þarft að hafa samband við Vinnueftirlitið í síma 550 4600 og gefa upp skráningarnúmer vélar.
Árgerð tækis er hægt að finna með því að fara inn á mínar síður Vinnueftirlitsins eða á island.is.
Framleiðslunúmerið er hægt að finna með því að fara inn á mínar síður hjá Vinnueftirlitinu eða á island.is.
Þegar þú ert búin að fá sent númer frá okkur þá getur þú tollafgreitt tækið. Eftirlitsmaður frá Vinnueftirlitinu hefur síðan samband við þig og kemur með plötuna á tækið og tekur það út.
Eingöngu tryggingarfélögin geta veitt upplýsingar um hvort það séu tryggingar á vinnuvélum. Vinnueftirlitið hefur ekki þær upplýsingar.
Vinnueftirlitið gerir engar kröfur um tryggingar og er það á ábyrgð eiganda vélarinnar að hafa samband við tryggingarfélögin.
Já, öll tæki sem á að skrá þurfa að vera CE-merkt.
Hægt er að afskrá vinnuvél/ar á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarftu að vera með rafræn skilríki eða íslykil.
Skráningarhandbók
Skráningarflokkar
AB. Byggingakranar
AH. Hafnarkranar og iðnaðarkranar, lyftigeta > 18 tm
BB. Grindarbómukranar á beltum, lyftigeta > en 18 tm
BG. Grindarbómukranar á hjólum,lyftigeta > 18 tm
BH. Hleðslukranar, lyftigeta > 18 tm
BS. Vökvakranar með skotbómu, lyftigeta > 18 tm
CA. Hafnarkranar og löndunarkranar, lyftigeta ≤ 18 tm
CB. Brúkranar, lyftigeta > 1000 kg
CD. Hlaupakettir og talíur, lyftigeta > 1000 kg
CI. Iðnaðarkranar, lyftigeta > 1000 kg
DA. Farandkranar, lyftigeta ≥ 1000 kg en ≤ 18 tm
DK. Körfukranar og körfulyftur, lyftigeta > 150 kg
DS. Steypudælukranar
EA. Gröfur á hjólum með 360° snúning, eiginþyngd > 4 tonn
EB. Gröfur á beltum með 360° snúning, eiginþyngd > 4 tonn
EH. Gröfur á hjólum(traktorsgröfur), eiginþyngd > 4 tonn
EK. Gröfur á hjólum, ekki gerðar til aksturs, eiginþyngd > 4 tonn
FB. Ámokstursskóflur (beltaskóflur) á beltum. eiginþyngd > 4 tonn
FH. Ámokstursskóflur á hjólum (hjólaskóflur), eiginþyngd > 4 tonn
GB. Jarðýtur, eiginþyngd > 4 tonn
GS. Borvagnar og bortæki, eiginþyngd > 4 tonn
HV. vegheflar, eiginþyngd > 4 tonn
IA. Dráttartæki, hreyfill > 15 kW
IB. Sopar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill > 15 kW
ID. Dráttarvélar með tækjabúnaði, hreyfill > 15 kW
IF. Efnisdælur, blöndunarvélar, dembarar o.fl., ökuhraði ≤ 30 km/klst,burðarg. > 5 tonn
II. Sérbúnar vinnuvélar í iðjuverum, hreyfill > 15 kW
IM. Gröfur og skóflur, eiginþyngd ≤ 4 tonn
IS. Snjótroðarar, hreyfill > 15 kW
IT. Dráttartöggar, hreyfill > 15 kW
JF. Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
JL. Lyftarar, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
JV. Afgreiðslutæki á flugvöllum, hreyfill > 15 kW
KG. Lyftarar, lyftigeta > 10 tonn
KL. Lyftarar með skotbómu, lyftigeta > 10 tonn
LS. Valtarar, hreyfill > 15 kW
MM. Útlagningarvélar og fræsarar, hreyfill > 15 kW
NB. Bílalyftur, gerðar til að lyfta ökutækjum
NC. Bílalyftur, vökvalyftur með tjökkum í gólfi, gerðar til að lyfta ökutækjum
NF. Fólkslyftur
NG. Fólks og vörulyftur
NH. lyftur fyrir fólk með fötlun
NL. Lyftipallar
NM. Þjónustulyftur, burðargeta > 10 kg en < 100 kg
NR. Rennistigar og færibönd til fólksflutninga
NV. Vörulyftur, burðargeta > 100 kg
OB. Togbrautir fyrir skíðafólk
OS. Stólalyftur
OT. Toglyftur fyrir skíðafólk
PH. Hleðslukranar, lyftigeta > 8 tm en ≤ 18 tm
RB. jarðborar, eiginþyngd ≤ 10 tonn
RM. Jarðborar sem geta flutt sig úr stað fyrir með vélarafli, eiginþyngd > 10 tonn
RS. Jarðborar sem ekki geta flutt sig úr stað með eigin vélarafli
SA. Valtarar, sópar, snjóplógar o.fl, tæki sem ekki geta flutt sig úr stað m. eigin vélarafli
SB. Lyftibúnaður á ökutækjum, s.s hleðslukranar lyftigea ≥ 1000 kg en ≤ 8 tm
SD. Garðaúðunartæki
SE. Sláttuvélar og ýmis flutningatæki, hreyfill > 10 kW en ≤ 15 kW
SF. Brjótar og kurlarar, hreyfill > 15 kW
SH. Hörpur gerðar til flokkunar á jarðefnum
SI. Stór vélknúin leiktæki.
SJ. Minni vélknúin leiktæki
SK. Minni gerð af vélknúnum hringekjum
SL. Minnsta gerð af vélknúnum leiktækjum
SM. Lyftitæki, tæki með gaffla, lyftigeta ≥ en 600 kg. og lyftihæð > 400 mm. Sé lyftigeta ≥ 1000 kg. og lyftihæð ≥ 2500 mm. skal skrá tækið í JL skráningarflokk.
SN. Flutningatæki, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð < 0,4 m
VA. Gámarammar
VB. Lyftiverkpallar og byggingalyftur
VD. Lyftibúnaður (brettaskápar, herðatré og fleira)
VH. Körfur gerðar til að lyfta fólki með lyftara eða hífa fólk með krana
VL. Lyftiverkpallar, t.d. skæralyftur o.fl. turnlyftur
VP. Hengiverkpallar
XA. Lausir geymar, flokkur 2, gas
XB. Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 2, gas
XD. Fastir geymar á vögnum, flokkur 2, gas
YA. Lausir geymar, flokkur 3, eldfimir vökvar
YB. Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 3, eldfimir vökvar
YD. fastir geymar á vögnum, flokkur 3, eldfimir vökvar
ZA. Eimkatlar I
ZB. Eimkatlar II
ZD. Eimkatlar III
ZE. Eimkatlar IV
ZF. Vatnshitunarkerfi
ÖA. Sprengiefnakistur, flokkur I
ÖB. Sprengiefnagámar, flokkur II
AB | Byggingakranar |
---|---|
AH | Hafnarkranar og iðnaðarkranar, lyftigeta > 18 tm |
BB | Grindarbómukranar á beltum, lyftigeta > en 18 tm |
BG | Grindarbómukranar á hjólum,lyftigeta > 18 tm |
BH | Hleðslukranar, lyftigeta > 18 tm |
BS | Vökvakranar með skotbómu, lyftigeta > 18 tm |
CA | Hafnarkranar og löndunarkranar, lyftigeta ≤ 18 tm |
CB | Brúkranar, lyftigeta > 1000 kg |
CD | Hlaupakettir og talíur, lyftigeta > 1000 kg |
CI | Iðnaðarkranar, lyftigeta > 1000 kg |
DA | Farandkranar, lyftigeta ≥ 1000 kg en ≤ 18 tm |
DK | Körfukranar og körfulyftur, lyftigeta > 150 kg |
DS | Steypudælukranar |
EA | Gröfur á hjólum með 360° snúning, eigin þyngd > 4 tonn |
EB | Gröfur á beltum með 360° snúning, eigin þyngd > 4 tonn |
EH | Gröfur á hjólum(traktorsgröfur), eigin þyngd > 4 tonn |
EK | Gröfur á hjólum, ekki gerðar til aksturs, eigin þyngd > 4 tonn |
FB | Ámokstursskóflur (beltaskóflur) á beltum. eigin þyngd > 4 tonn |
FH | Ámokstursskóflur á hjólum (hjólaskóflur), eigin þyngd > 4 tonn |
GB | Jarðýtur, eiginþyngd > 4 tonn |
GS | Borvagnar og bortæki, eigin þyngd > 4 tonn |
HV | vegheflar, eiginþyngd > 4 tonn |
IA | Dráttartæki, hreyfill > 15 kW |
IB | SÓpar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill > 15 kW |
ID | Dráttarvélar með tækjabúnaði, hreyfill > 15 kW |
IF | Efnisdælur, blöndunarvélar, dembarar o.fl., ökuhraði ≤ 30 km/klst,burðarg. > 5 tonn |
II | Sérbúnar vinnuvélar í iðjuverum, hreyfill > 15 kW |
IM | Gröfur og skóflur, eigin þyngd ≤ 4 tonn |
IS | Snjótroðarar, hreyfill > 15 kW |
IT | Dráttartöggar, hreyfill > 15 kW |
JF | Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju |
JL | Lyftarar, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju |
JV | Afgreiðslutæki á flugvöllum, hreyfill > 15 kW |
KG | Lyftarar, lyftigeta > 10 tonn |
KL | Lyftarar með skotbómu, lyftigeta > 10 tonn |
LS | Valtarar, hreyfill > 15 kW |
MM | Útlagningarvélar og fræsarar, hreyfill > 15 kW |
NB | Bílalyftur, gerðar til að lyfta ökutækjum |
NC | Bílalyftur, vökvalyftur með tjökkum í gólfi, gerðar til að lyfta ökutækjum |
NF | Fólkslyftur |
NG | Fólks og vörulyftur |
NH | Lyftur fyrir fólk með fötlun |
NL | Lyftipallar |
NM | Þjónustulyftur, burðargeta > 10 kg en < 100 kg |
NR | Rennistigar og færibönd til fólksflutninga |
NV | Vörulyftur, burðargeta > 100 kg |
OB | Togbrautir fyrir skíðafólk |
OS | Stólalyftur |
OT | Toglyftur fyrir skíðafólk |
PH | Hleðslukranar, lyftigeta > 8 tm en ≤ 18 tm |
RB | Jarðborar, eigin þyngd ≤ 10 tonn |
RM | Jarðborar sem geta flutt sig úr stað fyrir með vélarafli, eigin þyngd > 10 tonn |
RS | Jarðborar sem ekki geta flutt sig úr stað með eigin vélarafli |
SA | Valtarar, sópar, snjóplógar o.fl, tæki sem ekki geta flutt sig úr stað m. eigin vélarafli |
SB | Lyftibúnaður á ökutækjum, s.s hleðslukranar lyftigea ≥ 1000 kg en ≤ 8 tm |
SD | Garðaúðunartæki |
SE | Sláttuvélar og ýmis flutningatæki, hreyfill > 10 kW en ≤ 15 kW |
SF | Brjótar og kurlarar, hreyfill > 15 kW |
SH | Hörpur gerðar til flokkunar á jarðefnum |
SI | Stór vélknúin leiktæki |
SJ | Minni vélknúin leiktæki |
SK | Minni gerð af vélknúnum hringekjum |
SL | Minnsta gerð af vélknúnum leiktækjum |
SM | Lyftitæki, tæki með gaffla, lyftigeta ≥ en 600 kg. og lyftihæð > 400 mm. Sé lyftigeta ≥ 1000 kg. og lyftihæð ≥ 2500 mm. skal skrá tækið í JL skráningarflokk. |
SN | Flutningatæki, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð < 0,4 m |
VA | Gámarammar |
VB | Lyftiverkpallar og byggingalyftur |
VD | Lyftibúnaður (brettaskápar, herðatré og fleira) |
VH | Körfur gerðar til að lyfta fólki með lyftara eða hífa fólk með krana |
VL | Lyftiverkpallar, t.d. skæralyftur o.fl. turnlyftur |
VP | Hengiverkpallar |
XA | Lausir geymar, flokkur 2, gas |
XB | Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 2, gas |
XD | Fastir geymar á vögnum, flokkur 2, gas |
YA | Lausir geymar, flokkur 3, eldfimir vökvar |
YB | Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 3, eldfimir vökvar |
YD | Fastir geymar á vögnum, flokkur 3, eldfimir vökvar |
ZA | Eimkatlar I |
ZB | Eimkatlar II |
ZD | Eimkatlar III |
ZE | Eimkatlar IV |
ZF | Vatnshitunarkerfi |
ÖB | Sprengiefnakistur, flokkur I |
ÖB | Sprengiefnagámar, flokkur II |
Götuskráning
Eigendur vinnuvéla sem ætlaðar eru til aksturs í umferð, það er að segja á opinberum vegum, þurfa að skrá þær í ökutækjaskrá og setja á þær skráningarmerki til auðkenningar.
Ökutækjaskrá er í umsjón Samgöngustofu en til hagræðingar fyrir eigendur vinnuvéla annast Vinnueftirlitið skráningar og eigendaskipti á þeim. Sótt er um skráningu vinnuvéla til aksturs í umferð á Mínum síðum Vinnueftirlitsins.
Reglur um skráningu vinnuvéla koma fram í umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð um skráningu ökutækja.
Gjald fyrir skráningu vinnuvéla til aksturs í umferð er ákvarðað samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. Gjaldið skiptist í umferðaröryggisgjald, gjald fyrir nýskráningu ökutækis og gjald fyrir skráningarmerki.
Hægt verður að nálgast skráningarmerkin í afgreiðslu Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2 í Reykjavík. Þeir sem búa á landsbyggðinni geta fengið þau send gjaldfrjálst á næsta pósthús.
Eftirfarandi flokka má götuskrá:
- EA – Gröfur á hjólum með 360°snúning, eigin þyngd > 4 tonnum
- EH – Gröfur á hjólum(traktorsgröfur), eigin þyngd > 4 tonnum
- FH – Ámokstursskóflur á hjólum (hjólaskóflur), eigin þyngd > 4 tonnum
- HV – Vegheflar, eigin þyngd > 4 tonnum
- IA – Dráttartæki, hreyfill > 15 kW *
- IB – Sópar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill > 15 kW
- IM – Gröfur og skóflur, eigin þyngd ≤ 4 tonnum
- JF – Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
- JL – Lyftarar, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju *
- KG – Lyftarar, lyftigeta ≥ 10 tonn *
- KL – Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 10 tonn
Hér má finna yfirlit yfir alla skráningaflokka.
∗ Vinsamlegast athugið að vinnuvélin þarf að uppfylla kröfur um gerð og búnað ökutækja til að hægt sé að skrá hana til aksturs á opinberum vegum.
∗ Tæki í flokkum IA, JL og KG uppfylla oftast ekki kröfur um gerð og búnað ökutækja og þarf að sækja sérstaklega um götuskráningu þeirra með því að hafa samband við þjónustuver Vinnueftirlitsins á vinnueftirlit@ver.is, í síma 550-4600 eða í gegnum netspjall hér á síðunni.
Spurt og svarað
Nei ekki nema hún sé ætluð til aksturs í umferð á opinberum vegum. Þá ber eiganda vinnuvélar að skrá hana í ökutækjaskrá. Ökutækjaskrá er í umsjón Samgöngustofu en til hagræðingar fyrir eigendur vinnuvéla annast Vinnueftirlitið allar skráningar og eigendaskipti á þeim. Sótt er um skráningu vinnuvéla til aksturs í umferð á mínum síðum Vinnueftirlitsins.
Vinnuvél sem ekið er á opinberum vegum.
Þær þurfa að standast kröfur í umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020. Þær þurfa jafnframt að uppfylla kröfur um gerð og búnað ökutækja. Tæki í flokkum IA, JL og KG uppfylla oftast ekki kröfur um gerð og búnað ökutækja og þarf að sækja sérstaklega um götuskráningu þeirra með því að hafa samband við þjónustuver Vinnueftirlitsins á vinnueftirlit@ver.is, í síma 550 4600 eða í gegnum netspjall hér á síðunni.
EA, EH, FH, HV, IA, IB, IM, JF, JL, KL og KG. Hér má finna nánari upplýsingar um skráningaflokka.
Gjald fyrir skráningu vinnuvéla til aksturs í umferð er ákvarðað samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu.
Gjaldið skiptist í umferðaröryggisgjald, gjald fyrir nýskráningu ökutækis og gjald fyrir skráningarmerki.
Hægt verður að nálgast þau í afgreiðslu Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2 í Reykjavík. Þeir sem búa á landsbyggðinni geta fengið þau send gjaldfrjálst á næsta pósthús.
Nei, fyrirkomulag við skoðun vinnuvéla sem fá skráningarnúmer til aksturs í umferð breytist ekki og mun starfsfólk Vinnueftirlitsins sinna þeim eins og verið hefur.
Eigendaskipti
Eigendaskipti á vinnuvélum á að tilkynna til Vinnueftirlitsins. Seljandi og kaupandi bera báðir ábyrgð á að tilkynna eigendaskipti. Eingöngu er hægt að tilkynna þau rafrænt á Mínum síðum.
Verð eigendaskipta er ákveðið í gjaldskrá fyrir sérstök eftirlits- og þjónustustörf – liður 108.
Spurt og svarað
Þú þarft að hafa samband við Vinnueftirlitið í síma 550 4600 og gefa upp skráningarnúmer vélar.
Eigendaskipti er hægt að framkvæma á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarftu rafræn skilríki eða íslykil.
Verð á eigendaskiptum vinnuvélar finnurðu í gjaldskrá Vinnueftirlitsins hér á heimasíðunni.
Umráðamannaskipti er hægt að gera á mínum síðum Vinnueftirlitsins. Til þess þarf rafræn skilríki eða Íslykil.