Hoppa yfir valmynd

Vinnuvélaskrá

Vinnueftirlitið heldur sérstaka vinnuvélaskrá yfir allar vinnuvélar og tæki á Íslandi. Um skráningu vinnuvéla gildir reglur um skráningu og skoðun farandvinnuvéla og vinnuvéla.

Nýskráning

Áður en vinnuvél er tekin í notkun skal hún skráð hjá Vinnueftirlitinu. Nýskráningar fara eingöngu fram rafrænt á Mínum síðum Vinnueftirlitsins.

 

Erlend fyrirtæki sem hyggjast vera með starfsemi hér á landi skulu hafa í huga að áður en vinnuvél, sem reglur um skráningu og skoðun farandvinnuvéla og vinnuvéla ná til, er tekin í notkun, skal hún skráð hjá Vinnueftirlitinu. Athugið að skrá verður vinnuvél á íslenska kennitölu.

Skráningarnúmer vinnuvéla og tækja eru með tveimur bókstöfum og fjórum tölustöfum. Fyrri bókstafur í skráningarnúmeri gefur til kynna yfirflokk en seinni bókstafur undirflokk. Tölustafirnir eru raðnúmer innan tiltekinna flokka og ásamt bókstöfunum tveimur er það skráningarnúmer tiltekinnar vinnuvélar eða tækis.

Vinnueftirlitið gefur út skráningarhandbók til nánari leiðbeiningar um skráningar á vinnuvélum.

Skráningarhandbók

Eigendaskipti

Eigendaskipti á vinnuvélum á að tilkynna til Vinnueftirlitsins. Seljandi og kaupandi bera báðir ábyrgð á að tilkynna eigendaskipti. Eingöngu er hægt að tilkynna þau rafrænt á Mínum síðum.

Verð eigendaskipta er ákveðið í gjaldskrá fyrir sérstök eftirlits- og þjónustustörf – liður 108.

Skráningarflokkar

AB. Byggingakranar
AH. Hafnarkranar og iðnaðarkranar, lyftigeta > 18 tm
BB. Grindarbómukranar á beltum, lyftigeta > en 18 tm
BG. Grindarbómukranar á hjólum,lyftigeta > 18 tm
BH. Hleðslukranar, lyftigeta > 18 tm
BS. Vökvakranar með skotbómu, lyftigeta > 18 tm
CA. Hafnarkranar og löndunarkranar, lyftigeta ≤ 18 tm
CB. Brúkranar, lyftigeta > 1000 kg
CD. Hlaupakettir og talíur, lyftigeta > 1000 kg
CI. Iðnaðarkranar, lyftigeta > 1000 kg
DA. Farandkranar, lyftigeta ≥ 1000 kg en ≤ 18 tm
DK. Körfukranar og körfulyftur, lyftigeta > 150 kg
DS. Steypudælukranar
EA. Gröfur á hjólum með 360° snúning, eiginþyngd > 4 tonn
EB. Gröfur á beltum með 360° snúning, eiginþyngd > 4 tonn
EH. Gröfur á hjólum(traktorsgröfur), eiginþyngd > 4 tonn
EK. Gröfur á hjólum, ekki gerðar til aksturs, eiginþyngd > 4 tonn
FB. Ámokstursskóflur (beltaskóflur) á beltum. eiginþyngd > 4 tonn
FH. Ámokstursskóflur á hjólum (hjólaskóflur), eiginþyngd > 4 tonn
GB. Jarðýtur, eiginþyngd > 4 tonn
GS. Borvagnar og bortæki, eiginþyngd > 4 tonn
HV. vegheflar, eiginþyngd > 4 tonn
IA. Dráttartæki, hreyfill > 15 kW
IB. Sopar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill > 15 kW
ID. Dráttarvélar með tækjabúnaði, hreyfill > 15 kW
IF. Efnisdælur, blöndunarvélar, dembarar o.fl., ökuhraði ≤ 30 km/klst,burðarg. > 5 tonn
II. Sérbúnar vinnuvélar í iðjuverum, hreyfill > 15 kW
IM. Gröfur og skóflur, eiginþyngd ≤ 4 tonn
IS. Snjótroðarar, hreyfill > 15 kW
IT. Dráttartöggar, hreyfill > 15 kW
JF. Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
JL. Lyftarar, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
JV. Afgreiðslutæki á flugvöllum, hreyfill > 15 kW
KG. Lyftarar, lyftigeta > 10 tonn
KL. Lyftarar með skotbómu, lyftigeta > 10 tonn
LS. Valtarar, hreyfill > 15 kW
MM. Útlagningarvélar og fræsarar, hreyfill > 15 kW
NB. Bílalyftur, gerðar til að lyfta ökutækjum
NC. Bílalyftur, vökvalyftur með tjökkum í gólfi, gerðar til að lyfta ökutækjum
NF. Fólkslyftur
NG. Fólks og vörulyftur
NH. lyftur fyrir fólk með fötlun
NL. Lyftipallar
NM. Þjónustulyftur, burðargeta > 10 kg en < 100 kg
NR. Rennistigar og færibönd til fólksflutninga
NV. Vörulyftur, burðargeta > 100 kg
OB. Togbrautir fyrir skíðafólk
OS. Stólalyftur
OT. Toglyftur fyrir skíðafólk
PH. Hleðslukranar, lyftigeta > 8 tm en ≤ 18 tm
RB. jarðborar, eiginþyngd ≤ 10 tonn
RM. Jarðborar sem geta flutt sig úr stað fyrir með vélarafli, eiginþyngd > 10 tonn
RS. Jarðborar sem ekki geta flutt sig úr stað með eigin vélarafli
SA. Valtarar, sópar, snjóplógar o.fl, tæki sem ekki geta flutt sig úr stað m. eigin vélarafli
SB. Lyftibúnaður á ökutækjum, s.s hleðslukranar lyftigea ≥ 1000 kg en ≤ 8 tm
SD. Garðaúðunartæki
SE. Sláttuvélar og ýmis flutningatæki, hreyfill > 10 kW en ≤ 15 kW
SF. Brjótar og kurlarar, hreyfill > 15 kW
SH. Hörpur gerðar til flokkunar á jarðefnum
SI. Stór vélknúin leiktæki.
SJ. Minni vélknúin leiktæki
SK. Minni gerð af vélknúnum hringekjum
SL. Minnsta gerð af vélknúnum leiktækjum
SM. Lyftitæki gerð fyrir akstur, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð > 0,4 m en < 2,5 m
SN. Flutningatæki, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð < 0,4 m
VA. Gámarammar
VB. Lyftiverkpallar og byggingalyftur
VD. Lyftibúnaður (brettaskápar, herðatré og fleira)
VH. Körfur gerðar til að lyfta fólki með lyftara eða hífa fólk með krana
VL. Lyftiverkpallar, t.d. skæralyftur o.fl. turnlyftur
VP. Hengiverkpallar
XA. Lausir geymar, flokkur 2, gas
XB. Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 2, gas
XD. Fastir geymar á vögnum, flokkur 2, gas
YA. Lausir geymar, flokkur 3, eldfimir vökvar
YB. Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 3, eldfimir vökvar
YD. fastir geymar á vögnum, flokkur 3, eldfimir vökvar
ZA. Eimkatlar I
ZB. Eimkatlar II
ZD. Eimkatlar I
ZF. Vatnshitunarkerfi
ÖA. Sprengiefnakistur, flokkur I
ÖB. Sprengiefnagámar, flokkur II

 

ABByggingakranar
AHHafnarkranar og iðnaðarkranar, lyftigeta &gt; 18 tm
BBGrindarbómukranar á beltum, lyftigeta &gt; en 18 tm
BGGrindarbómukranar á hjólum,lyftigeta &gt; 18 tm
BHHleðslukranar, lyftigeta &gt; 18 tm
BSVökvakranar með skotbómu, lyftigeta &gt; 18 tm
CAHafnarkranar og löndunarkranar, lyftigeta ≤ 18 tm
CBBrúkranar, lyftigeta &gt; 1000 kg
CDHlaupakettir og talíur, lyftigeta &gt; 1000 kg
CIIðnaðarkranar, lyftigeta &gt; 1000 kg
DAFarandkranar, lyftigeta ≥ 1000 kg en ≤ 18 tm
DKKörfukranar og körfulyftur, lyftigeta &gt; 150 kg
DSSteypudælukranar
EAGröfur á hjólum með 360° snúning, eigin þyngd &gt; 4 tonn
EBGröfur á beltum með 360° snúning, eigin þyngd &gt; 4 tonn
EHGröfur á hjólum(traktorsgröfur), eigin þyngd &gt; 4 tonn
EKGröfur á hjólum, ekki gerðar til aksturs, eigin þyngd &gt; 4 tonn
FBÁmokstursskóflur (beltaskóflur) á beltum. eigin þyngd &gt; 4 tonn
FHÁmokstursskóflur á hjólum (hjólaskóflur), eigin þyngd &gt; 4 tonn
GBJarðýtur, eiginþyngd &gt; 4 tonn
GSBorvagnar og bortæki, eigin þyngd &gt; 4 tonn
HVvegheflar, eiginþyngd &gt; 4 tonn
IADráttartæki, hreyfill &gt; 15 kW
IBSÓpar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill &gt; 15 kW
IDDráttarvélar með tækjabúnaði, hreyfill &gt; 15 kW
IFEfnisdælur, blöndunarvélar, dembarar o.fl., ökuhraði ≤ 30 km/klst,burðarg. &gt; 5 tonn
IISérbúnar vinnuvélar í iðjuverum, hreyfill &gt; 15 kW
IMGröfur og skóflur, eigin þyngd ≤ 4 tonn
ISSnjótroðarar, hreyfill &gt; 15 kW
ITDráttartöggar, hreyfill &gt; 15 kW
JFLyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
JLLyftarar, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
JVAfgreiðslutæki á flugvöllum, hreyfill &gt; 15 kW
KGLyftarar, lyftigeta &gt; 10 tonn
KLLyftarar með skotbómu, lyftigeta &gt; 10 tonn
LSValtarar, hreyfill &gt; 15 kW
MMÚtlagningarvélar og fræsarar, hreyfill &gt; 15 kW
NBBílalyftur, gerðar til að lyfta ökutækjum
NCBílalyftur, vökvalyftur með tjökkum í gólfi, gerðar til að lyfta ökutækjum
NFFólkslyftur
NGFólks og vörulyftur
NHLyftur fyrir fólk með fötlun
NLLyftipallar
NMÞjónustulyftur, burðargeta &gt; 10 kg en &lt; 100 kg
NRRennistigar og færibönd til fólksflutninga
NVVörulyftur, burðargeta &gt; 100 kg
OBTogbrautir fyrir skíðafólk
OSStólalyftur
OTToglyftur fyrir skíðafólk
PHHleðslukranar, lyftigeta &gt; 8 tm en ≤ 18 tm
RBJarðborar, eigin þyngd ≤ 10 tonn
RMJarðborar sem geta flutt sig úr stað fyrir með vélarafli, eigin þyngd &gt; 10 tonn
RSJarðborar sem ekki geta flutt sig úr stað með eigin vélarafli
SAValtarar, sópar, snjóplógar o.fl, tæki sem ekki geta flutt sig úr stað m. eigin vélarafli
SBLyftibúnaður á ökutækjum, s.s hleðslukranar lyftigea ≥ 1000 kg en ≤ 8 tm
SDGarðaúðunartæki
SESláttuvélar og ýmis flutningatæki, hreyfill &gt; 10 kW en ≤ 15 kW
SFBrjótar og kurlarar, hreyfill &gt; 15 kW
SHHörpur gerðar til flokkunar á jarðefnum
SIStór vélknúin leiktæki
SJMinni vélknúin leiktæki
SKMinni gerð af vélknúnum hringekjum
SLMinnsta gerð af vélknúnum leiktækjum
SMLyftitæki gerð fyrir akstur, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð &gt; 0,4 m en &lt; 2,5 m
SNFlutningatæki, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð &lt; 0,4 m
VAGámarammar
VBLyftiverkpallar og byggingalyftur
VDLyftibúnaður (brettaskápar, herðatré og fleira)
VHKörfur gerðar til að lyfta fólki með lyftara eða hífa fólk með krana
VLLyftiverkpallar, t.d. skæralyftur o.fl. turnlyftur
VPHengiverkpallar
XALausir geymar, flokkur 2, gas
XBFastir geymar á ökutækjum, flokkur 2, gas
XDFastir geymar á vögnum, flokkur 2, gas
YALausir geymar, flokkur 3, eldfimir vökvar
YBFastir geymar á ökutækjum, flokkur 3, eldfimir vökvar
YDFastir geymar á vögnum, flokkur 3, eldfimir vökvar
ZAEimkatlar I
ZBEimkatlar II
ZDEimkatlar III
ZEEimkatlar IV
ZFVatnshitunarkerfi
ÖBSprengiefnakistur, flokkur I
ÖBSprengiefnagámar, flokkur II