Fara beint í efnið

Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er ætlað að stuðla að öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Atvinnurekendum ber að sjá til þess að áætlunin sé til staðar á öllum vinnustöðum, óháð stærð. Vinnueftirlitið kallar eftir henni í vettvangsathugunum og stafrænu eftirliti. Áætlunin felur í sér skriflegt áhættumat og skriflega áætlun um heilsuvernd og forvarnir.

  • Við gerð áhættumats þarf að greina áhættur í vinnuumhverfinu sem hugsanlega geta ógnað öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks og ber að horfa heildstætt á alla þætti starfseminnar og vinnuumhverfisins. Þá er gott að styðjast við fimm meginþætti vinnuverndar, og sértæka þætti ef við á. Það fer eftir eðli starfseminnar hve fyrirferðamikill hver áhættuþáttur er í áhættumatinu.

  • Þegar áhættumat liggur fyrir er gerð áætlun um heilsuvernd og forvarnir sem fjallar um þær ráðstafanir sem þarf að grípa til svo koma megi í veg fyrir áhættuna eða draga úr henni eins og frekast er kostur.

Hér er fjallað um tæki og vélbúnað sem er einn af fimm meginþáttum vinnuverndar.

Nýjar og gamlar vélar

Nýjar vélar skulu vera CE-merktar og með þeim á að fylgja samræmisyfirlýsing auk íslenskra notkunar- og öryggisleiðbeininga. Gamlar vélar eiga að vera jafn öruggar og nýjar.

Nánar um nýjar og gamlar vélar.

Ábyrgð á öryggi véla og tækja

Framleiðendur, atvinnurekendur og söluaðilar bera ábyrgð á að búnaður sem unnið er með sé öruggur.

Nánar um ábyrgð á öryggi véla og tækja.

Markaðseftirlit og CE-merkingar

Ákveðnar vörur þurfa að vera CE-merktar svo hægt sé að setja þær á íslenskan markað.

Þetta á til dæmis við um vélar, tæki, persónuhlífar og annan búnað. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með að vörur og búnaður uppfylli viðeigandi grunnkröfur um öryggi og séu CE-merktar.

Nánar um markaðseftirlit og CE-merkingar.

Öryggi við jarðvegsvinnu

Ýmiss slysahætta getur fylgt vinnu við skurðgröft, grunna, efnistöku og annan gröft sem fylgir mannvirkjagerð. Því er mikilvægt að gera áhættumat þar sem áhættur eru skilgreindar og áætlun um hvernig brugðist verður við þeim.

Hér er meðal annars fjallað um undirbúning, skipulag og frágang, athuganir á lóð, hvernig komið er í veg fyrir hrun, vélavinnu, halla á skurðveggjum, skorður, uppgrafið efni, aðkomuleiðir og aðvaranir í tengslum við skurðgröft.

Nánar um öryggi við skurðgröft.

Katlar og þrýstibúnaður

Vinnueftirlitið skráir og skoðar katla og þrýstibúnað sem notaður er til ýmissa verka í matvælaiðnaði, á sjúkrahúsum, hjá fatahreinsunum, í bruggverksmiðjum og víðar.

Nánar um katla og þrýstibúnað.

Lyftur og rennistigar

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með lyftum og rennistigum á Íslandi. Hér er fjallað meðal annars fjallað um fólks- og vörulyftur, bílalyftur og skíðalyftur.

Nánar um lyftur og rennistiga.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið