Fara beint í efnið

Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er ætlað að stuðla að öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Atvinnurekendum ber að sjá til þess að áætlunin sé til staðar á öllum vinnustöðum, óháð stærð. Vinnueftirlitið kallar eftir henni í vettvangsathugunum og stafrænu eftirliti. Áætlunin felur í sér skriflegt áhættumat og skriflega áætlun um heilsuvernd og forvarnir.

  • Við gerð áhættumats þarf að greina áhættur í vinnuumhverfinu sem hugsanlega geta ógnað öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks og ber að horfa heildstætt á alla þætti starfseminnar og vinnuumhverfisins. Þá er gott að styðjast við fimm meginþætti vinnuverndar, og sértæka þætti ef við á. Það fer eftir eðli starfseminnar hve fyrirferðamikill hver áhættuþáttur er í áhættumatinu.

  • Þegar áhættumat liggur fyrir er gerð áætlun um heilsuvernd og forvarnir sem fjallar um þær ráðstafanir sem þarf að grípa til svo koma megi í veg fyrir áhættuna eða draga úr henni eins og frekast er kostur.

Hér er fjallað um vinnu barna og unglinga sem er einn af sértækum þáttum vinnuverndar sem þarf að horfa til ef börn og unglingar starfa á vinnustað.

Skilgreiningar

Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga er:

  • Barn einstaklingur undir 15 ára eða einstaklingur í skyldunámi.

  • Unglingur einstaklingur 15–17 ára og hefur lokið skyldunámi.

  • Ungmenni samheiti fyrir einstaklinga undir 18 ára.

Miðað er við afmælisdag.

Almennt um ungmenni á vinnustað

Atvinnurekendur bera ábyrgð á að skapa ungmennum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og gæta þess að verkefnin sem þeim eru falin hæfi aldri þeirra og þroska.

Nánar.

Störf sem ungmenni mega ekki vinna

Í reglugerð um vinnu barna og unglinga eru tilgreind störf og aðstæður sem hvorki hæfa aldri þeirra né þroska.

Hér er fjallað er um hættuleg tæki, hættuleg verkefni og hættulega vinnu.

Nánar um störf sem ungmenni mega ekki vinna.

Ábyrgð vinnuveitanda

Ef ungmenni starfa á vinnustaðnum skal skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði taka mið af því. Við gerð áhættumats, sem er liður í skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað þarf að meta sérstaklega hvaða hættur geta ógnað öryggi ungs starfsfólks. Hér er einnig fjallað um verkstjórn þegar ungmenni eru á vinnustað.

Nánar um ábyrgð vinnuveitanda.

Reglur eftir aldri

Börn yngri en 13 ára.
Börn 13 og 14 ára.
15 ára og eldri í skyldunámi.
15 ára og eldri eftir skyldunámi.

Kennsluefni um vinnuumhverfi fyrir ungmenni

Ungt fólk sem er að feta sín fyrstu skref á vinnumarkaði þarf að þekkja hvað einkennir góðan vinnustað þar sem stuðlað er að öryggi, góðri heilsu og vellíðan starfsfólks. Svo að það megi verða hefur verið útbúið samnorrænt kennsluefni sem ætlað er ungmennum á efsta stigi grunnskólans. Einnig er unnt að nýta efnið á framhaldsskólastigi.

Efnið er aðgengilegt á íslensku og öðrum norðurlandatungumálum.

Nánar.

Til umhugsunar fyrir ungmenni

Hér er komið inn á umhugsunarefni tengd líkamlegri heilsu, vinnuumhverfi, samskiptum, óhöppum, slysum, vélum og tækjum.

Nánar.

Veggspjald um vinnu barna og unglinga

Vinnueftirlitið hefur gefið út veggspjald um vinnu barna og unglinga. Þar er meðal annars fjallað um hvaða störfum börn og unglingar mega sinna eftir aldri og almennar reglur um vinnutíma þeirra á sumrin og á skólatíma.

Nánar.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið