Fara beint í efnið

Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er ætlað að stuðla að öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Atvinnurekendum ber að sjá til þess að áætlunin sé til staðar á öllum vinnustöðum, óháð stærð. Vinnueftirlitið kallar eftir henni í vettvangsathugunum og stafrænu eftirliti. Áætlunin felur í sér skriflegt áhættumat og skriflega áætlun um heilsuvernd og forvarnir.

  • Við gerð áhættumats þarf að greina áhættur í vinnuumhverfinu sem hugsanlega geta ógnað öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks og ber að horfa heildstætt á alla þætti starfseminnar og vinnuumhverfisins. Þá er gott að styðjast við fimm meginþætti vinnuverndar, og sértæka þætti ef við á. Það fer eftir eðli starfseminnar hve fyrirferðamikill hver áhættuþáttur er í áhættumatinu.

  • Þegar áhættumat liggur fyrir er gerð áætlun um heilsuvernd og forvarnir sem fjallar um þær ráðstafanir sem þarf að grípa til svo koma megi í veg fyrir áhættuna eða draga úr henni eins og frekast er kostur.

Hér er fjallað um fjarvinnu sem er einn af sértækum þáttum vinnuverndar sem þarf að skoða ef starfsfólk vinnur að hluta eða öllu leyti í fjarvinnu.

Almennt um fjarvinnu

Með fjarvinnu er átt við að starf eða verkefni sé unnið að staðaldri á vinnustöð utan hefðbundinnar starfsstöðvar á vinnustaðnum. Fjarvinna er hvorki háð tíma né staðsetningu og hefur því aukið sveigjanleika í störfum margra. Henni fylgja bæði kostir og áskoranir.

Nánar.

Fjarvinnustefna

Fjarvinnustefna er mikilvæg forsenda árangursríkrar fjarvinnu en í henni eru markmið fjarvinnu skilgreind og fjallað um réttindi og skyldur atvinnurekanda og starfsfólks við framkvæmd hennar.

Nánar.

Skyldur atvinnurekenda og starfsfólks í fjarvinnu

Mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk komi sér saman um reglur og viðmið í fjarvinnu og að um þetta ríki gagnkvæmur skilningur. Þannig má auðvelda dagleg störf og draga úr líkum á hugsanlegum ágreiningi. Þá þarf að huga vel að vinnuaðstöðu og búnaði.

Nánar um skyldur atvinnurekenda og starfsfólks í fjarvinnu

Áhættumat í fjarvinnu

Atvinnurekanda ber að sjá til þess að áhættumat starfa sé gert á fjarvinnustöðinni.

Áhættumatið þarf að greina og meta helstu áhættuþætti sem geta haft áhrif á öryggi, heilsu og líðan starfsmanns. Meta þarf vinnuaðstöðuna, þann búnað sem nota þarf við vinnuna, líkamsbeitingu við vinnu, umhverfisþætti, þjálfun starfsmanns, samskiptaleiðir, vinnufyrirkomulag og aðra sálfélagslega áhættuþætti við fjarvinnu.

Nánar um áhættumat í fjarvinnu.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið