Hoppa yfir valmynd

Tilkynna vinnuslys

Tilkynna skal rafrænt til Vinnueftirlitsins öll vinnuslys sem leiða til þess að starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð. Einnig skal tilkynna slys þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni.

Það er á ábyrgð atvinnurekanda að tilkynna um vinnuslys innan viku frá slysdegi.

Rafræn tilkynning

Alvarleg slys

Ef um er að ræða banaslys og önnur alvarleg slys skal ávallt hringja í Neyðarlínuna 112.

Alvarleg slys þarf líka að tilkynna til Vinnueftirlitsins í síma 550-4600.

Tilkynna skal Vinnueftirlitinu um vinnuslys, innan viku, í eftirfarandi tilvikum:

  • Starfsmaður lætur lífið
  • Líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni
  • Starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð.
  • Einnig skal tilkynna um slys sem verða í tengslum við starfsemi eða búnað sem Vinnueftirlitið hefur eftirlit með, svo sem slys sem verða í skíðalyftum, rennistigum og fleira.

Athugið

Atvinnurekanda ber skylda til að sjá til þess að vinnuslys sé tilkynnt til Vinnueftirlitsins þegar slys verður vegna eða við vinnu á vinnustað hans og starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð.