Upplýsingar um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðinga í vinnuverndÞjónustuaðilar og sérfræðingar í vinnuvernd
Atvinnurekandi ber ábyrgð á því að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Við gerð áætlunarinnar eru áhættuþættir sem snúa að öryggi og heilsu starfsfólks metnir (áhættumat) og útbúin áætlun um forvarnir í því skyni að koma í veg fyrir atvinnutengda sjúkdóma og slys.
Þjónustuaðilar
Þegar gerð áhættumats og áætlun um forvarnir krefst færni sem atvinnurekandi eða starfsfólk hans hefur ekki yfir að ráða skal atvinnurekandi leita aðstoðar þjónustuaðila sem hafa hlotið viðurkenningu Vinnueftirlitsins til þeirra starfa.
Viðurkenndir þjónustuaðilar og sérfræðingar
Viðurkenndur þjónustuaðili er fyrirtæki sem Vinnueftirlitið hefur viðurkennt, á grundvelli reglugerðar um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðinga sem veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Viðurkenning Vinnueftirlitsins nær eingöngu til gerðar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þar á meðal mat á áhættu og áætlun um heilsuvernd.
Atvinnurekandi getur þá bæði ráðið til sín viðurkennda sérfræðinga eða gert verktakasamning við viðurkennda þjónustuaðila eða viðurkennda sérfræðinga.
Viðurkenndur þjónustuaðili á að hafa aðgang að viðurkenndum sérfræðingum innan fimm meginþátta vinnuverndar.
Þjónusta þjónustuaðila getur annað hvort verið heildstæð eða takmörkuð við einhverja meginþætti vinnuverndar.
Hlutverk viðurkenndra þjónustuaðila í vinnuvernd
Sérfræðingur á vegum viðurkennds þjónustuaðila skal starfa sem óháður, sérfróður aðili við að greina og meta hættur (áhættumat) í vinnuumhverfinu. Hann skal hafa umsjón með gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði og með áætlun um heilsuvernd og forvarnir.
Hann á að vera atvinnurekendum, stjórnendum, öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og öðru starfsfólki til ráðgjafar við að skapa eins öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og frekast er kostur.
Þjónustan getur bæði verið heildstæð eða takmörkuðu og hefur verið flokkuð niður í fimm meginþætti vinnuverndar;
- Félagslegt vinnuumhverfi
- Hreyfi og stoðkerfi
- Efni og efnahættur
- Tæki og vélbúnað
- Umhverfisþætti
Þjónustuaðili og sérfræðingar sækja um viðurkenningu í þeim meginþáttum sem þeir telja sig hafa næga reynslu og þekkingu á.
Umsókn um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðinga
Umsækjendur um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðings þurfa að fylla út umsóknareyðublað hér að neðan og senda til Vinnueftirlitsins ásamt fylgigögnum á netfangið vinnueftirlit@ver.is.
- Sérfæðingar sem óska eftir að fá viðurkenningu til að starfa við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fylla út umsóknareyðublað fyrir sérfræðinga.
- Fyrirtæki sem sækja um að veita viðurkennda þjónustu fylla út eyðublað fyrir þjónustuaðila.
Í umsókn fyrir þjónustuaðila og sérfræðinga skal koma fram við hverja meginþætti umsækjandi óskar eftir að starfa sem viðurkenndur þjónustuaðili og/eða sérfræðingur. Umsækjandi merkir í einn reit eða fleiri af þeim fimm meginþáttum vinnuverndar sem taldir eru upp. Nánari upplýsingar um þá má nálgast undir ítarefni hér að neðan.
Umsóknir eru metnar á grundvelli reglugerðar númer 730/2012. Samkvæmt henni er þjónustuaðili sá sem veitir heildstæða eða takmarkaða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.
Ef um er að ræða stofnun nýs þjónustufyrirtækis getur mat á umsókn fyrirtækisins og sérfræðings/-a sem hjá því munu starfa farið fram samhliða, ef þeir hafa ekki hlotið viðurkenningu áður.
Þeir einstaklingar sem sækja um viðurkenningu sem sérfræðingar í gerð áætlana um öryggi og heilbrigði skulu hafa menntun á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum eftir því hvort þeir óska eftir heildstæðri eða takmarkaðri viðurkenningu.
Þeir skulu þannig hafa grunnþekkingu til að greina, meta og leggja fram úrbætur við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta.
Mikilvægt er að upplýsingar um menntun og reynslu, innan þeirra þjónustu/meginþátta sem viðkomandi sækist eftir viðurkenningu á, fylgi umsókn. Prófskírteini til staðfestingar á menntun og staðfesting helstu námskeiða skal einnig fylgja. Umsókn með fylgigögnum sendist á netfangið vinnueftirlit@ver.is.
Nám til viðurkenningar í vinnuvernd
Vinnueftirlitinu er aðeins heimilt að viðurkenna sérfræðing hafi hann lokið námi eða námskeiði um gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum sem viðurkennt er af stofnunni.
Vinnueftirlitið býður upp á stafrænt nám til viðurkenningar í vinnuvernd. Námið er aðgengilegt allan ársins hring.
Endurnýjun viðkenningar og breytingar á starfsemi
Þjónustuaðilar og sérfræðingum ber að endurnýja viðurkenninguna á fjögurra ára fresti, sjá umsóknareyðublöðin.
Ef breytingar verða á starfsemi hjá viðurkenndum þjónustuaðila svo sem að fyrirtæki sameinast eða að starfskraftur, sem viðurkenningunni tengdist, fer til annarra starfa, skal það tilkynnt Vinnueftirlitinu í gegnum netfangið vinnueftirlit@ver.is.
Þjónustuaðilar með heildstæða þjónustu
Lyngháls 4, 110 Reykjavík, sími: 412 6000
Tengiliður: Ingólfur Kristjánsson
Vefsíða: www.efla.is
- Anna Kristín Hjartardóttir Umhverfisþættir
- Elín Adda Steinarsdóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir/Vélar og tæki
- Eva Yngvadóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Helga J. Bjarnadóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir Umhverfisþættir
- Ingólfur Kristjánsson Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir/Vélar og tæki
- Jana Janícková Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Lára Kristín Þorvaldsdóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Reynir Snorrason Vélar og tæki
- Theódór Kristjánsson Vélar og tæki
- Heilsuvernd Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur, sími: 510 6500
Tengiliður: Ólafur Þór Ævarsson
Vefsíða: hv.is
- Ólafur Þór Ævarsson Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi/Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Sveinbjörg J. Svavarsdóttir Félagslegir þættir
- Verkís hf Efni og efnanotkun/Vélar og tæki/Umhverfisþættir
Urðahvarf 14, 203 Kópavogi, sími: 510 6500
Tengiliður: Teitur Guðmundsson
Vefsíða: hv.is
- Teitur Guðmundsson Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi
- Lilja Níelsdóttir Félagslegir þættir
- Efla, verkfræðistofa Efni og efnanotkun/Vélar og tæki/Umhverfisþættir
Skaftahlíð 24, 101 Reykjavík, sími: 543-1330
Tengiliðir: Berglind Helgadóttir og Hólmfríður Erlingsdóttir
Vefsíða: landspitali.is
- Arna Kristín Guðmundsdóttir Umhverfisþættir/Félagslegir þættir
- Berglind Helgadóttir Hreyfi- og stoðkerfi
- Hólmfríður Erlingsdóttir Hreyfi- og stoðkerfi
- Ingibjörg Ásta Claessen Umhverfisþættir/Félagslegir þættir
- Valur Sveinbjörnsson Vélar og tæki
- Hulda Steingrímsdóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Kristín Jónsdóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík, sími 552 2070
Tengiliður: Edda Guðbjörg Aradóttir
Vefsíða: raforninn.is
- Edda Guðbjörg Aradóttir Hreyfi- og stoðkerfi
- Verkís Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir/Vélar og tæki/Félagslegir þættir
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, sími: 422 8000, netfang: verkis@verkis.is
Starfsstöðvar á Akranesi, Ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Borgarnesi og Reykjanesbæ.
Tengiliður: Dóra Hjálmarsdóttir
Vefsíða: verkis.is
- Björg Jónsdóttir Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi.
- Dóra Hjálmarsdóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir/Vélar og tæki
- Eiríkur K. Þorbjörnsson Umhverfisþættir
- Heimir Þór Gíslason Umhverfisþættir/Vélar og tæki
- Vigdís Lea Birgisdóttir – Félagslegir þættir
- Forvarnir ehf. Félagslegir þættir
- Líf og sál ehf Félagslegir þættir
- Raförninn ehf. Hreyfi og stoðkerfi
- Vinnuvernd – Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi/Umhverfisþættir
Holtasmára 1, 201 Kópavogi, sími 578 0800
Tengiliður: Valgeir Sigurðsson
Vefsíða: vinnuvernd.is
- Jakob Gunnlaugsson Félagslegir þættir
- Valgeir Sigurðsson Hreyfi- og stoðkerfi/Umhverfisþættir
- Verkís Efni og efnanotkun/Vélar og tæki
Borgartúni 20, 105 Reykjavík, sími: 585 9000
Tengiliður: Birna Guðbjörnsdóttir
Vefsíða: vso.is
- Birna Guðbjörnsdóttir Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir/Vélar og tæki
- Jóhanna Björk Weisshappel Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Auðnast ehf Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerf
- Hugrún Hannesdóttir Félagslegir þættir
Þjónustuaðilar með sértæka þjónustu
Sólmundarhöfða 7, 300 Akranesi, sími: 891 9750
Tengiliður: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir Hreyfi- og stoðkerfi/Félagslegir þættir
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, sími 519 7510
Útibú á Siglufirði
Tengiliður: Helga Lára Haarde
Helga Lára Haarde Félagslegir þættir
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Félagslegir þættir
Auðbrekka 10, 200 Kópavogi, sími 482 4004
Tengiliður: Hrefna Hugosdóttir
- Hrefna Hugosdóttir Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi
- Sonja Bergmann Félagslegir og /Hreyfi- og stoðkerfi
- Andri Haukstein Oddsson Félagslegir þættir
- Guðbjörg Hulda Einarsdóttir Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi
- Carmen Maja Valencia Félagslegir þættir
- Ragnhildur Bjarkadóttir Félagslegir þættir
- Írís Helga Gígju Baldursdóttir Félagslegir þættir
Laugargata 1, 600 Akureyri, sími 694 1551
Tengiliður: Áki Áskelsson
Áki Áskelsson Vélar og tæki / Umhverfisþættir
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, sími: 527 7600
Tengiliður: Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir Félagslegir þættir
Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík, sími: 893 4522
Tengiliður Hörður Þorgilsson
Vefsíða: betrilidan.is
- Hörður Þorgilsson Félagslegir þættir
- Rakel Davíðsdóttir Félagslegir þættir
Björtuhlíð 13, 270 Mosfellsbæ, sími 899 8852
Tengiliður: Björg Jónsdóttir
Björg Jónsdóttir Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi
Skipholti 50C, 105 Reykjavík, sími: 414 4444
Tengiliður: Erla Konný Óskarsdóttir
Vefsíða: bsiaislandi.is
Erla Konný Óskarsdóttir Félagslegir þættir
Álfaskeið 74, 220 Hafnarfjörður, sími 820 4099
Tengiliður: Eyþór Víðisson
Eyþór Víðisson Félagslegir þættir/Umhverfisþættir/Vélar og tæki
Grænatunga 9, 270 Kópavogi, sími 845 2669
Tengiliður: Egill Fivelstad
Egill Fivelstad Félagslegir þættir
Kambasel 29, 109 Reykjavík, sími: 783 3550
Tengiliður: Gerða Björg Hafsteinsdóttir
Gerða Björg Hafsteinsdóttir Félagslegir þættir
Lífsteinn, Álftamýri 1-5, Reykjavík, sími: 820 0040
Tengiliður: Hannes Björnsson
Vefsíða: gom.is
Hannes Björnsson Félagslegir þættir
Kársnesbraut 15, 200 Kópavogi, sími: 892 3280
Tengiliður: Gunnhildur Gísladóttir
Gunnhildur Gísladóttir Hreyfi- og stoðkerfi
Skeifunni 11a, 108 Reykjavík, sími: 534 8090
Tengiliður: Haukur Sigurðsson
Vefsíða: www.haukursigurdsson.is
Haukur Sigurðsson Félagslegir þættir
Skeifan 19, 108 Reykjavík, sími: 588 4848
Tengiliður: Vébjörn Fivelstad
Vefsíða: www.heilsuvitund.is
Vébjörn Fivelstad Hreyfi- og stoðkerfi
Víðimýri 4, 600 Akureyri, sími: 862 7825
Tengiliður: Helga Þyrí Bragadóttir
Helga Þyrí Bragadóttir Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi
Brekatún 2, 600 Akureyri, sími: 766 0600
Tengiliður: Helgi Haraldsson
Helgi Haraldsson Umhverfisþættir/Vélar og tæki
Hlíðarsmári 14, 201 Kópavogur, sími: 559 1000
Tengiliður: Eyþór Sigfússon
Vefsíða: hse.is
Eyþór Sigfússon Umhverfisþættir
J. Snæfríður Einarsdóttir Félagslegir þættir/Vélar og tæki
Grensásvegur 50, 105 Reykjavík, símar: 562 7770 / 897 0787
Tengiliður: Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir
Vefsíða: www.hugarheimur.is
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir Félagslegir þættir
Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík, sími: 866 0149
Tengiliður: Björn Vernharðsson
Vefsíða: www.hugfari.com
Björn Vernharðsson Félagslegir þættir
Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík, sími: 590 6400
Tengiliður: Kristján Kristjánsson
Vefsíða: idan.is
Kristján Kristjánsson Vélar og tæki
Vesturgötu 134, 300 Akranes, sími: 860 4304
Tengiliður: Jóhannes Helgason
Jóhannes Helgason Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
Fálkagata 19, 107 Reykjavík, sími 697 3485
Tengiliður: Katrín Ólöf Egilsdóttir
Katrín Ólöf Egilsdóttir Félagslegir þættir/Umhverfisþættir
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími: 511 5508
Tengiliður: Þórkatla Aðalsteinssdóttir
Vefsíða: lifogsal.is
Þórkatla Aðalsteinsdóttir Félagslegir þættir
Bryndís Einarsdóttir Félagslegir þættir
Andri Hrafn Sigurðsson Félagslegir þættir
Katrín Kristjánsdóttir Félagslegir þættir
Vigdís Ásgeirsdóttir Félagslegir þættir
Guðríðarstíg 2-4, 113 Reykjavík, sími: 560 5400
Tengiliður: Jakob Kristjánsson
Vinnuumhverfissetrið Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi/Umhverfisþættir/Vélar og tæki
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur, sími: 422 3000
Tengiliður: Þór Tómasson
Vefsíða: mannvit.is
- Þór Tómasson Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
- Gunnar Birnir Jónsson Umhverfisþættir/Vélar og tæki
- Birgir Leó Ólafsson Umhverfisþættir
- Ársæll Þorsteinsson Umhverfisþættir/Vélar og tæki
- Alma Dagbjört Ívarsdóttir Umhverfisþættir
Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík, sími: 558 2500 / 820 1842
Tengiliður: Sigurveig M. Stefánsdóttir
Vefsíða: www.medicus.is
Jóhanna Ósk Jensdóttir Efni og efnanotkun / Félagslegir þættir / Hreyfi- og stoðkerfi / Umhverfisþættir
Sigurveig Margrét Stefánsdóttir Efni og efnanotkun / Félagslegir þættir / Hreyfi- og stoðkerfi / Umhverfisþættir
Ólafur Kári Júlíusson
Vallarhús 30, 112 Reykjavík, sími: 820 8760
Tengiliður: Ólafur Kári Júlíusson
Félagslegir þættir.
Hrauntún 44, 900 Vestmannaeyjar, sími 697 3312
Tengiliður: Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir Hreyfi- og stoðkerfi
Skipholti 50 A, 105 Reykjavík, sími 894 1186
Tengiliður: Ragnheiður Kristinsdóttir
Ragnheiður Kristinsdóttir Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi
Reynihvammur 5, 700 Egilsstöðum, sími 823 5560 / 471 2150
Tengiliður: Tómas Stanislavsson
Vefsíða: raunvit.wix.com/raunvit
Tómas Stanislavsson Umhverfisþættir/Vélar og tæki
Engjateigur 9, 105 Reykjavík, sími : 762-6598
Tengiliður: Reynar Kári Bjarnason
Vefsíða: www.reynar.is
Reynar Kári Bjarnason Félagslegir þættir
Hraunbrún 50, 220 Hafnarfirði, sími: 698 3244
Tengiliður: Lilja Níelsdóttir
Lilja Níelsdóttir Félagslegir þættir
Skeifunni 19, 108 Reykjavík, sími: 454 4500/ 663 4864
Tengiliður: Álfheiður Eva Óladóttir
Vefsíða: www.skilvirk.is
Álfheiður Eva Óladóttir Félagslegir þættir
Kveldúlfsgötu 22, 310 Borgarnesi, sími: 698 0076
Tengiliður: Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir Hreyfi- og stoðkerfi
Melahvarfi 2, 203 Kópavogi, sími 898 9832
Tengiliður: Svava Jónsdóttir
Svava Jónsdóttir Félagslegir þættir
Garðatorg 7, 210 Garðabæ, sími: 899 4149
Tengiliður: Marteinn Steinar Jónsson
Marteinn Steinar Jónsson Félagslegir þættir
Birkilundi 12, 600 Akureyri, sími 861 5546
Tengiliður: Valdís Brá Þorsteinsdóttir
Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi/Umhverfisþættir
Garðhús 53, 112 Reykjavík s: 557 3635 / 862 2158
Tengiliður Árni Ómar Jósteinsson
Vefsíða: www.vus.is
Félagslegir þættir/Hreyfi- og stoðkerfi/Umhverfisþættir/Vélar og tæki
Sími: 454-0170
Tengiliður: Valdís Ósk Jónsdóttir
Vefsíða: www.vaerd.is
Félagslegir þættir
Kringlan 7 Hús verslunarinnar 8. hæð, 103 Reykjavík, sími: 590 3200
Tengiliður: Leó Sigurðsson (leo@oruggverk.is)
Vefsíða: www.oruggverk.is
Böðvar Tómasson: Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
Leó Sigurðsson: Efni og efnanotkun/Umhverfisþættir
Ítarefni
Áhættumat á vinnustað
Áhættumat á vinnustað er mikilvægur þáttur forvarnarstarfs þar sem samspil vinnuaðstæðna og starfsmanna er metið. Í kjölfar áhættumats er gerð áætlun um öryggi og heilbrigði með áætlun um forvarnir og heilsuvernd til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á slysum, vanlíðan og sjúkdómum.
Fimm megin áhættuþættir hafa verið flokkaðir á eftirfarandi hátt:
- Félagslegt vinnuumhverfi – áhættuþættir sem tengjast stjórnun, skipulagi og samskiptum svo sem fjölbreytni verkefna, vinnutíma, sveigjanleika, álagi og stuðningi í vinnu. Fjallar einnig um aðgerðir til að fyrirbyggja einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi og fleira.
- Hreyfi og stoðkerfi – áhættuþættir í vinnuumhverfi, utan sem innanhús, sem snúa að vinnuaðstöðu, vinnustellingum, vinnuhreyfingum og líkamlegu erfiði. Áhættumatið á að taka á tengslum þeirra við eðli og skipulag vinnunnar (einhæf vinna, framleiðslustörf, kyrrsetuvinna og fleira).
- Efni og efnanahættur – áhættumat vegna varúðarmerktra efna, svo sem eiturefna, gass og hreingerningarefna.
- Tæki og vélbúnaður – áhættumat vegna öryggis véla og tækja, svo sem tölvubúnaðar, handverkfæra, færibanda, stórra og smárra vinnuvéla, iðnaðarvéla, landbúnaðarvéla og fleira.
- Umhverfisþættir – áhættumat vegna umhverfisþátta, svo sem hljóðvist (hávaða), innilofts (hita, kulda, raka), vinnulýsingar, líffræðilegra skaðvalda og titrings.
Mikilvægt er að þeir sem annast gerð áhættumats þekki samspil hinna ólíku áhættuþátta, til dæmis hvernig innöndun mengandi efna eykst við vinnu sem krefst líkamlegs erfiðis.